Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2002, Side 61

Frjáls verslun - 01.11.2002, Side 61
 ~'~r ; ■ I ff,- - Í/B j. „Það var stefna sem var mörkuð strax í upphafi þegar samtökin voru stofnuð að þau skyldu komast undir eitt þak; einn liður í því að þjaþpa mönnum betur saman í einum heildarsamtökum er að þeir starfi saman á einum stað, “segirAri Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins. Otuíræðir kostir við að vera á sama stað Húsið við Borgartún 35 er listaverk; gler, steinn og ál einkenna húsið að utan. Guðni Pálsson arkitekt er hönnuður þess. Helgi Pálsson innanhússarkitekt sá um innanhússhönnunina. Kostirnir við að samtök í atvinnulífinu eru undir sama þaki eru ótvíræðir. Texti: Svava Jónsdóttir W Ameðal markmiða nefndar sem leitaði að hentugri lóð eða húsi var m.a. að það yrði nálægt hjarta höfuðborgarinnar og að húsið stæði sjálfstætt. „Auðvitað er svona húsnæði andlit starfseminnar og ákveðin auglýsing íyrir okkur,“ segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Guðni Pálsson arkitekt hannaði húsið í samráði við forsvars- menn þeirra samtaka sem þar eru til húsa og í samræmi við þarfir þeirra. Samtök atvinnulífsins og aðildarfélög þeirra fluttu inn í húsið sl. sumar. Formleg vígsla fór fram 11. október sl. Húsið er 3.521 fermetri - kjallari, fimm skrifstofuhæðir og inndregin þakhæð. Þar er rekið mötuneyti og þar er fundarað- staða fyrir allt húsið. Samtök atvinnulífsins og aðildarfélög þess nýta um þijár og hálfa skrifstofuhæð en afgangurinn er leigður út. Einfaldur og nútímalegur stíll einkennir húsið innanhúss. „Hér er létt yfirbragð. Sú ákvörðun þróaðist í byggingarferl- inu.“ Gluggar á þremur hliðum ná niður í gólf. Hluti veggjanna á skrifstofunum er úr gleri. „Við vildum auka nálægðina á milli okkar. Það sem okkur finnst hvað skemmtilegast við þetta hús er hve það er opið. Þetta er hlýlegur og góður vinnustaður og okkur líkar mjög vel hérna.“ flllir á einum stað Flutningur Samtaka atvinnulífsins og aðildarfélaga þeirra í sama húsnæði var liður í þeirri þróun að Myndir: Geir Ólafeson einfalda og hagræða í félagakerfi atvinnulífsins sem hófst með stofnun Samtaka atvinnulífsins í september 1999. Aðildarfélög SA, sem nú eru í sameiginlegu húsnæði, voru áður á átta stöð- um í bænum. Það að vera í sama húsnæði léttir samskipti og störf starfsmanna. „Það var stefna sem var mörkuð strax í upphafi þegar sam- tökin voru stofnuð að þau skyldu komast undir eitt þak; einn liður í því að þjappa mönnum betur saman í einum heildarsam- tökum er að þeir starfi saman á einum stað. Menn hugsa sér SA sem regnhlíf aðildarfélaganna sem beiti sér í sameiginleg- um málum sem varða heildina. Það skerpir á því að atvinnulíf- ið tali einni röddu og gefur meiri slagkraft þegar samstaða næst um áherslur. Sameiginlegt húsnæði undirstrikar þann prófíl. Markmiðið er auðvitað að auka samvinnu á milli aðildarfélaganna. Hún hefur stóraukist frá því sem áður var fýrir stofnun Samtaka atvinnulífsins. Við gerum okkur vonir um að það verði enn frekar. Varðandi t.d. félagatal og ijár- hagsbókhald þá störfum við saman hér í húsinu sem aðilar í einu deildaskiptu fýrirtæki. Það er mikill samgangur á milli manna hér í húsinu. Við vinnum að því að skýra verkaskipt- ingu okkar á milli og efla samstarfið á ýmsum sviðum. Dæmi um svið, þar sem mikið og viðvarandi samstarf er á milli starfsmanna samtakanna, eru t.d. á sviði efnahagsmála og starfsfræðslumála." HH 61

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.