Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2003, Page 8

Frjáls verslun - 01.03.2003, Page 8
Myndir: Geir Ólafsson Fundur með deildarstjórum Þekkingar í höfuðstöðvum fyrirtækisins fyrir norðan. Upplýsingatæknifyrirtækið Þessi þjónusta hentar fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum og það er ekki að ástæðulausu sem stór fyrirtæki á borð við Baug og Samkaup sjá sér hag í því að kaupa þessa þjónustu. Þ E K K I N G Hafnarstræti 93-95 600 Akureyri Sími: 460 3100-Fax: 460 3101 Hiíðasmári 11 201 Kópavogur Sími: 520 3200 • Fax: 520 3201 www.thekking.is thekking@thekking.is ekking er öflugt þjónustufyrirtæki á sviði upplýsingatækni. Fyrirtækið býður upp á alhliða rekstrarþjónustu tölvukerfa, hýs- ingu, internetþjónustu, gagnaflutning og ráðgjöf. Fyrirtækið veitir þjónustu um allt land. Þekking er tölvu-, rekstrar- og hýsingarfyrirtæki með aðalstöðvar á Akureyri og útibú í Kópavogi. Starfsemi fyrirtækisins snýst fyrst og fremst um þjónustu við tölvukerfí fyrirtækja, rekstur þeirra og hýsingu og í sumum tilvikum er um að ræða aðstoð við innkaup, ráðgjöf og allt sem tengist hagnýtingu upplýsingatækninnar, fjarskipta- málum og interneti. í sumum tilfellum tekur Þekking að sér hlutverk tölvudeilda fyrirtækja og í öðrum tilfellum vinna starfsmenn Þekkingar með starfsmönnum í tölvudeildum fyrirtækja, jafnvel sem hluti deildarinnar. Sérhæfing Þekkingar „Útvistun af ýmsu tagi verður sífellt algengari. Við seljum þá hugmynd að útvísta tölvuþjónustunni og fela þar með sérfræðingum að sjá um rekstur tölvukerfa og þjónustu við þau frekar en að fyrir- tæki sjái um þetta sjálf. Það gilda sömu lögmál um þetta og ýmsa aðra þætti í rekstri sem fyrirtæki fela sérhæfðum þjónustufyrirtækjum, eins og t.d. útreikning launa eða innheimtu. Við tökum þá tölvu- og upplýsingatækniþáttinn í rekstrinum og sjáum um hann að hluta eða öllu leyti," segja þeir Stefán Jóhannesson, framkvæmdastjóri Þekk- ingar, og Þorsteinn Guðbrandsson rekstrarstjóri. Starfsmenn við þjónustuborð leysa vandamálin í gegnum síma. 8

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.