Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2003, Side 18

Frjáls verslun - 01.03.2003, Side 18
sala FJÖLSKYLDUfyrirtækja Sigurður Gísli Pálma- Ingibjörg Pálmadóttir. Lilja Pálmadóttir. son. Jón Pálmason. Hagkaup: SKIPTU MILLI SÍN EIGNUNUM Fjölskyldufyrirtækið Hagkaup var stofnað árið 1959 af Pálma Jónssyni. Bræðurnir Sigurður Pálmi og Jón Pálmasynir byij- uðu snemma að starfa með föður sínum við fyrirtækið og smám saman varð Sigurður framkvæmdastjóri og Jón inn- kaupastjóri. Systurnar Ingibjörg og Lilja komu hins vegar lítið að fyrirtækinu, Ingibjörg þó aðeins í sumarvinnu á unglingsár- unum. Hagkaupsflölskyldan keypti helminginn í Bónus árið 1992 og seldi svo Kaupþingi og FBA eignir sínar í Hagkaup og Bónus vorið 1998. Söluverðið hefur ekki verið gefið upp en bú- ast má við að það hafi skipt milljörðum króna. FBA og Kaup- þing sameinuðu Hagkaup og Bónus og settu á markað og hafa Bónusfeðgar smám saman eignast þriðjungshlut í fyrirtækinu. Við söluna á Hagkaup og Bónus fór öll Hagkaupsfjöl- skyldan út úr fyrirtækinu, þ.e. systkinin Sigurður Gísli, Jón, Ingibjörg og Lilja og móðir þeirra, Jónína S. Gísladóttir, og skiptu þau milli sín söluverðinu og eignunum. Sigurð og Jón langaði til að prófa nýja hluti og eru saman í nokkrum fyrirtækjum. Sigurður er búsettur í Bandaríkjunum og sinnir þar ýmsum fjárfestingum, aðallega í smásölu og fast- eignaviðskiptum fyrir hönd þeirra bræðra. Lilja hefur verið í listum enda menntaður myndlistarmaður og Ingibjörg hefur starfað með sambýlismanni sínum, Jóni Asgeiri Jóhannessyni, í Baugi og Stoðum auk þess að koma upp 101 hóteli í Reykjavík.B!] Gallery og Eua: FRUMKVÖÐULLINN SELDI Haustið 1999 keypti NTC hf., sem er í eigu Ásgeirs Bolla Kristinssonar og Svövu Johansen, Evu hf., sem var í eigu stofnandans, Mörtu Bjarnadóttur, og ijölskyldu hennar. Um dæmigert ijölskyldufyrirtæki var að ræða þar sem öll fjöl- skyldan kom að meira eða minna leyti að rekstrinum. Marta var í hópi frumkvöðla í tískuverslun á Islandi en hún stofnaði fyrstu verslunina við Laugaveg 28b árið 1970 og byggði fyrir- tækið upp af miklum krafti. Eva hf. rak tískuverslanirnar Evu og Gallery við Laugaveg, Centrum í Kringlunni auk hús- gagnaverslunarinnar Company þegar fyrirtækið var selt. Marta, ijölskylda hennar og aðrir starfsmenn Evu unnu við sameinað fyrirtæki fyrst um sinn en síðan flutti Marta með Marta Bjarnadóttir. Svava Johansen. ijölskyldu sína utan og eru þau nú búsett í London og dvelja einnig á Spáni. Samkvæmt bókinni Ríkir íslendingar átti Þórarinn Olafsson, eiginmaður Mörtu, um 20% hlut í togar- anum Siglfirðingi um tíma og fékk 150 milljónir króna fyrir skip plús kvóta þegar hann seldi á sínum tíma. 35 18

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.