Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2003, Page 19

Frjáls verslun - 01.03.2003, Page 19
Bílanaust: I POULSEN OG YMSUM OÐRUM REKSTRI Matthías Helgason, Elín Ragnarsdóttir og börn þeirra seldu bílavarahlutaverslunina Bílanaust sumarið 1999. Börnin Reynir, Lovísa, Lúðvík, Baldvin Smári og Ragnar störfuðu með foreldrum sínum við fyrirtækið þegar það var selt þannig að það var ekta fjölskyldufyrirtæki. Reynir Matthí- asson, framkvæmdastjóri Poulsen, segir að freistandi tilboð hafi borist frá Islandsbanka, Burðarási, Slípivörum og verk- færum, Filtertækni og Eignalind og samstaða hafi verið innan ijölskyldunnar um að taka því. Núverandi framkvæmdastjóri fyrirtækisins er Hermann Guðmundsson en hann hafði frétt af því að fjölskyldan Væri tilbúin til að selja og átti frumkvæði að kaupunum. Fyrirtækið Bílanaust var stofnað árið 1962 af Matthíasi og Hákoni Kristinssyni, sem einnig voru saman með verslunina Stapafell í Keflavík. Nokkrum árum síðar skiptu þeir með sér eignunum og Matthías tók við Bílanausti og rak með fjölskyldu sinni fram til 1999. Matthías og Elín settust í helgan stein eftir söluna og dvelja tvo mánuði á ári á Spáni. Lúðvík rekur í dag Radíóþjón- ustu Sigurðar Harðarsonar, RSH, Reynir og Ragnar eiga ásamt Lovísu systur sinni meirihluta í Poulsen á móti Kristjáni Jónssyni og er Reynir framkvæmdastjóri. Baldvin Smári á og rekur kaffihús á Spáni. Fjölskyldan er jafnframt með fasteignarekstur undir heitinu Borgargarðurinn ehf. 35 Ellingsen: ÞRIÐJA KYNSLÚDIN IIIÐ STJÓRNVÖLINN Olís keypti allt hlutafé í Ellingsen ehf. af Othar Peter Ellingsen og afkomendum hans sumarið 1999 en fyrirtækið hafði verið í eigu íjöi- skyldunnar frá því verslunin var stofnuð árið 1916. Fyrirtækið hafði átt við rekstrarerfiðleika að stríða. Eignarhaldið hafði dreifst á sjö aðila og höfðu margir hluthafar áhuga á að fá hlut sinn greiddan út. Þriðja kynslóð stýrði fyrirtækinu þegar ákvörðun um sölu var tekin og var Ottar Birgir Elling- sen framkvæmdastjóri og Gísli Örn Lárusson stjórnarformaður og hættu þeir báðir eftir söluna. Óttar Birgir gerðist framkvæmdastjóri Stjörnunnar og er nú sjálfstætt starfandi í verslun með Nu Skin snyrtivörur og fæðu- bótarefni. Stjórnarformennska Gísla Arnar var hins vegar bara hlutastarf. Auk þeirra störfuðu ýmsir aðrir úr ljölskyldunni í fyrirtækinu. Ellingsen var sameinað Sandfelli árið 2000 og í dag heitir sameinað fyrirtæki Olís- Ellingsen. 35 SNERU SER AÐ ÖÐRU Baugur keypti íþrótta- og útilífs- verslunina Útilíf í Glæsibæ vorið 1999 en fyrirtækið var stofnað árið 1974. Aðaleigendur voru María Tóm- asdóttir og íjölskylda, sem höfðu stofnað fyrirtækið. Synirnir Tómas Bjarnason og Arnar Orri Bjarnason störfuðu áfram við verslunina fyrst eftir söluna en sneru sér síðan að öðrum verkefnum. 35 19

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.