Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2003, Side 21

Frjáls verslun - 01.03.2003, Side 21
(D Kexverksmiðjan Frón. © Nóatún. ® Höldur. © Hekla. © Húsgagnahöllin og Intersport. © ORA. © Hans Petersen. © Blómaval. ® Húsasmiðjan. ® Hagkaup. farið að hugsa á nýjum brautum og farið að velta fyrir sér hvort þau ættu að selja. Fyrirtækið hafi verið fullskapað eftir átta ára uppbyggingu og framtíðin skipulögð. Miðað við þau tilboð sem þau hafi verið að fá á þessum tíma hafi þau ákveðið að athuga með að selja. Ánægjulegra líf? „Þessu fylgdu alls konar hugsanir. Við eigum þrjá stráka. Eg sem ungur maður hafði fengið vinnu hjá pabba og við Helga fórum að velta fyrir okkur hvort það væri slæmt að gefa ekki sonum okkar sömu tækifæri og ég hafði fengið. Við gerðum okkur grein fyrir að við vildum koma fyrirtækinu í góðar hendur og að það yrði sárt að skilja við þá góðu samstarfsmenn sem við höfðum átt ánægjulegt samstarf með. Við töldum að með því að selja hefðu strákarnir okkar möguleika á að fara þær leiðir sem þá langaði. Þó að við seldum fyrirtækið þá yrðum við áfram til staðar með reynslu og ijármagn til að styðja þá og sfyrkja og stofna með þeim fyrirtæki ef þeir vildu. Líf þeirra gæti þannig orðið ánægjulegra heldur en að þurfa endilega að feta í fótspor okkar foreldra sinna,“ segir hann. Fjölskyldan gekk öll út úr fyrirtæk- inu við söluna en Eiríkur sinnti ráðgjafarstörfum fyrir Baug og Jón Ásgeir Jóhannesson fyrst um sinn. Hann segir að gíf- urlegt tómarúm myndist í lífi fólks við sölu af þessu tagi en það hafi líka verið stórkostlegt að fara að upplifa hlutina í kringum sig í öðru ljósi og sinna málefnum sem hann hafði ekki sinnt mikið áður. Eiríkur og Helga hafa starfað sem ijár- festar síðustu árin. Eiríkur hefur látið gamla drauma rætast. Hann skellti sér til Boston strax haustið 1999 og stundaði viðskiptanám við Harvard Business School 1999-2001. Tveir yngri synirnir eru enn í námi en elsti sonurinn Matthías, 24 ára, hefur lært hótelrekstur erlendis og opnaði í mars M hótel á Akureyri. Sjálfur segist Eiríkur vera farinn að ókyrrast. „Eg er farinn að verða óþolinmóður og mig langar að takast á við stærri og meiri verkefni," segir hann en vill ekki tilgreina nánar hvað þar verður á ferð- inni. Segir það koma í ljós síðar. S9 21

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.