Frjáls verslun - 01.03.2003, Side 25
Kaupás:
MEGINSTARFSEMIN
í FASTEIGNAREKSTRI
Jón Júliusson og flölskylda hans ákvað vorið 2000 að selja
EFA öll hlutabréf ijölskyldunnar í Kaupási, sameinuðu félagi
Nóatúns og KA ásamt ásamt 11-11 verslununum, í stað þess að
fara með fyrirtaekið á markað enda hefðu þá verið miklar kröfur
um upplýsingar og ábyrgð. Að minnsta kosti sex fjölskyldumeð-
limir voru í föstu starfi í Nóatúni, Jón og fimm börn hans, Júlí-
us, Sigrún, Rut, Einar Örn og Jón Þorsteinn, auk barnabarna,
þegar salan átti sér stað. Jón hætti strax og sama gilti um Einar,
sem nú starfar sem framkvæmdastjóri Saxhóls. Tvö barna Jóns
starfa enn í Nóatúni, Sigrún, verslunarstjóri í Nóatúni, og Július,
innkaupastjóri hjá Búri.
Einar segir að ijölskyldan sé í heildina sátt við þróun mála.
„Við höfum mikil tilfinningatengsl við Nóatún og höfðum það
sérstaklega fyrst eftir að við seldum en nýjar áherslur koma
með nýjum mönnum og þeir gera hlutina efdr sínu höfði. Við
erum með meginstarfsemi okkar í dag i fasteignarekstri og
erum enn að auka og bæta við. Uppistaðan hjá okkur var
Jón Júlíusson og börn. Frá vinstri: Sigrún, Júlíus, Einar Örn,
Jón Þorsteinn og Rut.
verslunarhúsnæði, sem Kaupás leigir af okkur, en síðan höfum
við bætt við fasteignum og erum nú með um 25 þúsund fer-
metra alls í útleigu," segir Einar sem í dag starfar í Saxhóli
ásamt tveimur systkinum sínum.
Frumkvöðull Nóatúns, Jón Júlíusson, er upprunninn úr sjáv-
arplássi, fæddur á Hellissandi, og sinnti sjómennsku framan af
ævi. Árið 1960 fékk hann vinnu í verslun og síðar sama ár hóf
hann sinn eigin rekstur. Arið 1965 opnaði Jón sína fyrstu Nóa-
túnsverslun við Nóatún 17 og opnaði svo hægt og rólega hverja
verslunina á fætur annarri. BH
Skúli Þorvaldsson, Jón Ólafsson með sonum sínum, Kristni Gylfa, Ólafi, Birni og Jóni Bjarna.
eigandi Hótels Holt.
Síld og fiskur:
TIL ANNARRAR FJÖLSKYLDU
Eigendur Svínabúsins Brautarholti keyptu Síld og fisk sum-
arið 2000 af systkinunum Katrínu og Skúla Þorvalds-
börnum og eignuðust þar með tvo þriðju hluta fyrirtækisins.
Systir þeirra, Geirlaug Þorvaldsdóttir, hélt sínum hlut
óbreyttum. Auk þessa keypti Svínabúið Brautarholti fast-
eignir Síldar og fisks í Dalshrauni og á Minni-Vatnsleysu.
Þorvaldur Guðmundsson og eiginkona hans, Ingibjörg
Guðmundsdóttir, stofnuðu Síld og fisk árið 1944 og voru það
börn þeirra sem seldu fyrirtækið til Jóns Ólafssonar og sona
hans, Kristins Gylfa, Ólafs, Björns og Jóns Bjarna. Fyrirtækið
fór því frá einni ijölskyldu til annarrar. Katrin og Skúli eiga
áfram hlut í öðrum fyrirtækjum, m.a. Hótel Holti og Dom-
ino’s, og hafa haldið áfram störfum sínum. SH
25