Frjáls verslun - 01.03.2003, Qupperneq 31
Ora:
REKIÐ AFRAM AF FYRRI EIGENDUM
Fjölskyldufyrirtækið Ora var selt Íslensk-ameríska verslun-
arfélaginu sl. sumar. Ora var stofnað árið 1952 af Tryggva
Jónssyni, Arnljóti Guðmundssyni og Magnúsi J. Brynjólfs-
syni og var tilgangurinn að bjóða íslenskum markaði upp á
hágæða niðursuðuvörur. Fyrirtækið hefur lengst af verið í
eigu sömu ijölskyldna og við söluna í sumar var það í eigu
Magnúsar Tryggvasonar, fv. forstjóra, og systur hans, Önnu
Tryggvadóttur, og tveggja annarra hluthafa.
„Fyrirtækið gekk vel, við fengum gott tilboð og sáum
ástæðu til að taka því enda lá vilji allra hluthafa til þess,“ segir
Magnús Tryggvason.
Ora er rekið áfram sem sjálfstætt fyrirtæki af fyrri eig-
endum í nánu samstarfi við stjórnendur Islensks-ameríska.
Um síðustu áramót tók Eiríkur Magnússon, við-
skiptafræðingur og fv. ijármálastjóri fyrirtækisins,
við starfi framkvæmdastjóra og Magnús Magnús-
son viðskiptafræðingur verður áfram markaðs-
stjóri. Þeir eru synir fv. forstjóra. Það má því segja
að þarna sé þriðja kynslóðin tekin við þó að ijöl-
skyldan hafi selt fyrirtækið. Magnús Tryggvason,
fv. forstjóri fyrirtækisins, er nú í ráðgjafarhlutverki
vegna ýmissa verkefna hjá fyrirtækinu. [S
Eiríkur Magnússon, Magnús Magnússon og Magnús
Tryggvason.
Þyrping:
GOTT VERÐ BAUÐST
Ein stærsta sala undanfarinna ára var þegar
systkinin Sigurður Gísli, Jón og Lilja Pálma-
börn og móðir þeirra, Jónína S. Gísladóttir, seldu
Kaupþingi 60-70 prósenta hlut sinn í fasteignafé-
laginu Þyrpingu vorið 2002. Ingibjörg Sigurlína
Pálmadóttir, sambýliskona Jóns Asgeirs J óhannes-
sonar, forstjóra Baugs, átti 20 prósenta hlut og hélt
honum óbreyttum. Afgangurinn var í dreifðri eign.
Við söluna lýsti Armann Þorvaldsson, þáv.
aðstoðarforstjóri Kaupþings, þvl yfir að Þyrping
yrði sameinuð fasteignafélaginu Stoðum, sem var
m.a. í eigu Kaupþings, SPRON og Bónusfjölskyld-
unnar, og hafa félögin verið sameinuð í dag. Búast
má við að sömu ástæður hafi að hluta til gilt um
sölu H ofsíj öl skyl d u n n ar á Þyrpingu og söluna á
Hagkaupi á sínum tíma. Hagstætt verð bauðst og
tækifærið gott, auk þess sem systkinin vildu geta
tekið ákvörðun um tjárfestingu óháð hvert öðru.
Verðmæti hins sameinaða fasteignafélags er
a.m.k. 15 milljarðar króna. 33
fÆ
öryggi
Öryggisskáparnir frá Rosengrens
ern traust geymsla fyrir peninga,
skjöl, tölvugögn og önnur verð-
mæti. Skáparnir sem eru í hæsta
gæðaflokki fást í ýmsum stærðum
og gerðum. Kynnið ykkur úrvalið.
<fí
IU
Bedco & Mathiesen ehf
Bæjarhrauni 10
Hafnarfirði
Sími 565 1000
31