Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2003, Page 36

Frjáls verslun - 01.03.2003, Page 36
Með sameiningu Kaupþings banka og Búnaðarbanka verður til stærsti banki íslandssögunnar. Hann verður 10. stærsti banki á Norðurlöndum, með eigið fé upp á um 33,5 millj- arða króna. Eflir Jon G. Hauksson Myndir: Geir Ólafsson Dansinn dunar í bankaheiminum. Eftir að Kauþing færði sig óvænt yfir á stefnumótalínuna og bauð Búnaðarbank- anum upp í dans hinn 25. mars sl. hafa viðræður um sam- einingu bankanna gengið vel. Allt stefnir í sögulegt brúðkaup, það er búið að kaupa hrísgijónin. Með sameiningu þessara tveggja banka verður til stærsti banki Islandssögunnar og sá 10. stærsti á Norðurlöndum, með eigið fé upp á 33,5 milljarða króna. Það kemur til af því að búið er að sameina svo marga stóra banka á Norðurlöndum á undan- förnum árum. Stærð hins sameinaða banka verður þó aðeins 5% af stærð Nordea, stærsta banka á Norðurlöndum. Hann verður verðmætasta fyrirtækið í Kauphöll Islands. Samanlagt verð- mæti beggja bankanna er núna 65,3 miHjarðar króna. Kaupþing banki er skráður í Kauphöllinni í Stokkhólmi. Rætt er um að Kaupþing banki muni fá þyngri vigt í samein- ingunni. Verðmæti hans í Kauphöll Islands er 37,5 milljarðar, en Búnaðarbankans 27,8 milljarðar þegar þetta er skrifað, föstu- daginn 11. apríl. Eigið fé Kaupþings er 18,3 milljarðar, en Bún- aðarbankans 15,2 milljarðar. Ut frá þessum tölum gæti skipta- hlutfallið legið á bilinu 52 til 56%, Kaupþingi í vil. Þetta ræðst einnig af þvi hvor bankanna er „ástfangnari“ í tilhugalífinu. Samkeppnisráð Það skal áréttað að þegar þetta er skrifað enyin fyrirstaða? er enn stórt EF um sameininguna. En svo vel hafa viðræður gengið að fátt er talið koma í veg fyrir hana. Mat manna er að samkeppnisráð verði heldur engin fyrir- staða. Öfugt við það sem gæti orðið við samruna Islands- banka og Landsbanka sem rætt er um að séu með fiðring turtildúfna þessa dagana. Kaupþing og EF... SAMEINAÐUR BANKI STÆRÐ: Stærsti banki íslandssögunnar. Tíundi stærsti bankinn á Norðurlöndum. Stærð hans 5% af stærð Nordea, stærsta banka Norðurlanda. UPPRUNINN: Kaupþing stofnað árið 1982. Búnaðarbankinn árið 1930. HAGNAÐUR síðasta árs: 5,4 milljarðar. Kaupþing banki 3,1 milljarður. Búnaðarbanki 2,3 milljarðar. (Eftir skatta). EIGIÐ FÉ: 33,5 milljarðar. Kaupþing banki 18,3 milljarðar. Búnaðarbanki 15,2 milljarðar. MARKAÐSVERÐMÆTI: 65,3 milljarðar. Kaupþing banki 37,5 milljarðar. Búnaðarbankinn 27,8 milljarðar. (11. apríl). STARFSMENN: 1.310 Kaupþing með 560 starfsmenn. Búnaðarbankinn með 750. (Gera má ráð fyrir nokkrum uppsögnum í kjölfar sameiningar.) ÚTIBÚ: Kaupþing banki með starfsemi í 9 löndum. Búnaðarbankinn er með 36 afgreiðslustaði víða um land og dótturfélag í Lúxem- borg, eins og Kaupþing banki. RÖK FYRIR SAMEININGU: Stór banki, stærri viðskiptavinir, sparnaður í fjármagnskostn- aði, sterkt útibúanet, enn meiri framsækni og vöxtur erlendis. ÁLITAMÁL í VIÐRÆÐUM: Er minni áhætta að lána en kaupa hlutabréf? Kaupþing á hlutabréf í öðrum fyrirtækjum að andvirði 21 milljarð króna. FRAMTÍÐARTEKJUR: Ætla verður að Búnaðarbankinn sé með „öruggari áskrift að tekjum" í gegnum rótgróið útlánanet sitt. Viðræðuslit Kaupþings og Búnaðarbanka kæmu öllum á óvart. Hugsanlegt er að dæmið verði klárað fyrir páska, að menn landi málinu fyrir þann tíma. Takist það telst það býsna mikið afrek. Það mun styðja þá kenningu Fijálsrar verslunar, sem gagnrýnd hefur verið harðlega, að Kaupþing banki hafi komið snemma tíl sögunnar við kaup S-hópsins á 45,8% hlutnum í Bún- aðarbankanum og jafnvel stýrt atburðarásinni; að „ástin“ hafi blossað upp fyrr en látið hefúr verið í veðri vaka. Nái menn saman er næsta skref áreiðanleikakönnun og síðan þurfa hlut- hafafundir beggja banka að samþykkja gjörninginn. Allt tekur þetta sinn tíma. Ætia má að það verði þó aðeins formsatriði. Rökin fyrir sainrunanum eru þau að til verði ofurafl í íslenskum bankaheimi, stórbanki sem geti sinnt mörgum af flllt stefnir í sögulegt brúðkaup, það er búið að kaupa hrísgrjónin. Það kæmi 36

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.