Frjáls verslun - 01.03.2003, Page 40
LESENDABREF TIL FRJÁLSRflR VERSLUNAR
Kristján Loftsson, fram-
kvæmdastjóri Hvals, gerir
hér síðbúnar athugasemdir
við grein Ernu Hauksdóttur,
framkvæmdastjóra Sam-
taka ferðaþjónustunnar.
Kristján svarar Ernu
Ei
lg ætlaði að vera löngu
Ibúinn að senda Frjálsri
Iverslun þessar línur. En
við lestur á 9. tbl. 2002 af
Frjálsri verslun, sem kom út
13. nóvember sl., var grein á bls. 69, er kom mér ansi kunnug-
lega fyrir sjónir. Hér var á ferðinni grein er blaðið titlar „SÉR-
FRÆÐINGAR SPÁ í SPILIN“.
Blaðið lagði þar spurningu fyrir Ernu Hauksdóttur, fram-
kvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Spurningin var:
„íslendingar hafa fengið aðild að Alþjóðahvalveiðiráðinu og
gera menn sér vonir um að veiðar í vísindaskyni geti hafist
þegar á næsta ári. Er eitthvað sem segir að hvalveiðar þurfi
endilega að leggja aðra atvinnugrein, hvalaskoðun ferða-
manna, í rúst?“
Við lestur á svari Ernu fannst mér að ég hefði lesið lungann
úr svarinu áður, á öðrum vettvangi. Viti menn. I Fiskifréttum
frá 8. nóvember 2002 er grein á bls. 5 nefnd „SKOÐUN“, eftir
Ásbjörn Björgvinsson, forstöðumann Hvalamiðstöðvarinnar á
Húsavík. Þar er Ásbjörn að svara Konráði Eggertssyni og
nefnist greinin „Betra að njóta en skjóta.“
Erna hælir í hástert hvalaskoðun en lætur hjá líða að geta
um þau mörgu gjaldþrot sem orðið hafa í tengslum
við þessa starfsemi hér á landi undanfarin ár, og
hvert fjárhagslegt tap einstaklinga, fyrirtækja og
opinberra sjóða hefur verið samfara þessum gjaldþrotum.
Það merkilega við þessar tvær greinar er að um 40% af
grein Ernu Hauksdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferða-
þjónustunnar, eru orðrétt úr grein Ásbjörns, er birtist í Fiski-
fréttum frá 8. nóvember 2002 að viðbættri einni málsgrein,
sem er orðrétt úr viðtali við
Ásbjörn er birtist í
Ægi, 3. tbl. 2002.
Mér er sagt að
Hualueiðar og hualaskoðun Erna hafl. sení
fara alls ekki saman Frjálsrar versl-
unar rúmri viku
áður, eða 31.
október, þannig
íslendingar hafa fengið aðild að Alþjódahvalveiðiráðinu oggera menn
sér vonir um að veiðar í vísindaskyni geti hafist þegar á nasta ári. Er
eitthvað sem segir að hvalveiðar þurfi endilega að leggja aðra
atvinnugrein, hvalaskoðun ferðamanna, í rúst?
5> V
• *£
> 25»w
?
Sú staðhærinK að Islendingar hafi fullan
rfll ia þc» aft nýta auúUndir sínar. s.s.
auúlíndir ^ávar. með skynsamleKum og
sjóllbaTvini haiti er 4Ubögð og eSlileK en þá
komum við að þeim spurningum hvemig hag-
kvæmasl sí (yrir þjúðina aí> nýta auðlindina og
hvorl þcss sé gæu að meiri hagsmunum sé
ekki fúrnað fyrir minnl En hvernig er staða
þessara mála i dag? Frá þvi að reglubundnar
fýádi ferúamanna frá árinu 199f. vaxið úr 2200
ferðamtinnum i KUXK). Hvalaskoikm er þvi nú
einn af mikilvægustu þáltunt i alþreyingu hér
á landi ug lsland nú þegar orðið þekkt meðal
þeirra miDjúna ferðamanna stm sækja i hvala*
skoðunarferðir. hjöbnðrg fynrneki og ein-
staklingar bý'ggja nú afltomu sina á hvala-
sktAin. Algengasta röksemd fyrir þvi að helja
hvalveiðar hér við land hefur verið að það
verfi að veiða hvabna áður en jjeir haki of nei-
kvieð áhrif á fiskisiofnana. Þessi rökseind
fellur I gútlan jarðveg hjá þeim sem ekki haía
skoðað málið ofan I kjúlinn. Visindamenn
Haírannsúkitarstofnunar staðlia-fa að hvalir i
miðmorfur-AUantshafl éti yfir 2 milljónir
tonna af flskmeti á ári og þar af tiiluvert af
þorski. Tilltigur lieimi gera ráð fyrir veiðum á
2fl0 hrefrium og ItXI langreyðum áriega. Sam-
kva-mt upplýsingum .Hafrú" er hrefriu-
stofninn 58 tfl 70 þúsund dýr og þá gelur hver
maður sagt sér að þessar veiðar haía hverf-
andi áhrif á fiskistofnana.
eru settar fram án nokkurra gagna sem styðja
þá fuflyrfingu. Dæmi frá Noregi sýna svart á
hvitu að það gangi ekki upp. I Noregi byggist
hvalaskoðun á þvi að sýna búrhvali og háhynv
inga en þeir eru ekki veiddir þar við land. tík
raunir tíl að nýta hrcfnur með sama hættí hafa
ekki gengið uiip vegna þess hve styggar þær
eru vegna veiðanna. Við tetjum að það sama
yrfi upi> á teningnum hér við land ef hrefriu-
veiðar yrðu heimflaðar lær mymiu skaða
hvalaritoðun með bcinum ha-Ui þar sem búast
má við þvi að gxfustu hrefriurnar yrðu þær
hrstu tíl að verða skotnar og hinar sem slyppu
kæinu varia til baka að ári ef þær vktu sknln-
ar á leið sinni á hvalaskoðunarsvaðin. Við
voru sjúmenn síðastBðið haust að skjúta höfr-
unga. V«1 það kom mikfl styggð að þeim og
þeir hurfu að lokum af hvalasknðunajskiðinni.
Þaraðauki nkiralmeimandslaðaviðhval-
veiðar á hebtu markaðssvæðum íslend'inga
og viðurkenna þariend stjúrnvöld ekki rétt
fskmdinga til að heíja hvalveiðar án þess að
(yrir liggi samþykkt Alþjúikihvalveiðiráðsins
þar um. Alll þetta scgir okkur að hvahviðar
geta hafl bein og skaðleg áhrif á hvalaskoðun
auk þess sem hvalvciðar geta haft alvarieg
áhrif á bæði ferðaþjúnustuna f heild og útflutn-
ing tslendinga ef þær verfa ekki gerðar í
þokkalegri sátt við hið alþjoðlega umhverfi.
Samtök ferfaþjúnustunnar hafri þvf beiiu
þvi tíl stjúmvakla að hvalveiðar verfi ekki
hafnar. hvorki í atvinnu- eða svokölluðu vis-
indaskyni, án samráðs við alvinnugreinina og
var einrúma Iddð i sama streng á Ferðamála-
Fullyrðingar um að hvalveiðar og hvalaskoðun geti farið saman
eni settar fram án nokkurra gagna sem styðja þá fullyrðingu.
Dæmi frá Noregi sýna svart á hvítu að það gangi ekki upp.
ferðaþjónustunnar, stgír
að hvalasKoðun sé eim af
mikijvægustii báttum i
atþrejinpi hértendis.
„isiand er núna orðið
þekkt fjrír hvalaskoð-
unarferðir meðal þeirra
milljóna ferðamanna sem
sækja í þessar ferðir."
Það sem er
yfirdekkt í grein
Ernu telur
Kristján vera úr
grein Ásbjörns
Björgvinssonar í
Fiskifréttum og
Ægi.
að ekki veit ég hvort þeirra er höfundur að hinum sameigin-
lega texta. Varla trúi ég því að Erna hafi fengið Ásbjörn til að
skrifa fyrir sig svarið, en eignað sér það síðan.
Erna var framkvæmdastjóri hjá Sambandi veitinga- og
gistihúsa frá árinu 1984 og síðan hjá arftaka þeirra, Sam-
tökum ferðaþjónustunnar. Hún hefur því verið einn af for-
svarsmönnum ferðaþjónustunnar í um 19 ár.
Erna Hauksdóttir segir í grein sinni í Frjálsri verslun: „Sú
staðhæfing, að íslendingar hafi fúllan rétt til þess að nýta
auðlindir sínar, s.s. auðlindir sjávar, með skynsamlegum og
sjálfbærum hætti, er sjálfsögð og eðlileg, en þá komum við að
þeim spurningum hvernig hagkvæmast sé fyrir þjóðina að
nýta auðlindina og hvort þess sé gætt að meiri hagsmunum
sé ekki fórnað fyrir minni.“
Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar hælir í
hástert hvalaskoðun en lætur hjá líða að geta um þau mörgu
gjaldþrot sem orðið hafa í tengslum við þessa starfsemi hér á
landi undanfarin ár og hvert fjáriiagslegt tap einstaklinga,
fyrirtækja og opinberra sjóða hefur verið samfara þessum
gjaldþrotum. Ég leyfi mér að staðhæfa að hvalaskoðun er
grein sem á varla fyrir salti í grautinn, afkoman er því miður
ekki upp á fleiri fiska.
Hástemmdar yfirlýsingar Ásbjörns Björgvinssonar um
ijölda þátttakenda í þessum ferðum hafa hvergi verið stað-
festar af óháðum aðilum. í grein í Fiskifréttum 7. febrúar 2003
var öllum þessum talnatilbúnaði um Jjölda þátttakenda hafnað
af einum af frumkvöðlum greinarinnar, Arnari Sigurðssyni.
Erna Hauksdóttir spyr „hvernig hagkvæmast sé fyrir
þjóðina að nýta auðlindina og hvort þess sé gætt að meiri
hagsmunum sé ekki fórnað fyrir minni.“
Þessi staðhæfing, að gæta þurfi að því að meiri hags-
munum sé ekki fórnað fyrir minni, er gömul lumma sem oft
hefur heyrst áður. En hver ætlar að borga brúsann af því að
einni grein er ekki leyft að vinna en önnur grein getur baðað
sig í vellystingum?
Eru Samtök ferðaþjónustunnar, með sinn fyrrverandi for-
mann, Stein Loga Björnsson, Flugleiða-framkvæmdastjóra,
að bjóðast til þess í gegnum framkvæmdastjóra sinn að bæta
td. Hval hf. það ijárhagslega tap sem fyrirtækið hefur orðið
að þola vegna stöðvunar hvalveiða? Steinn Logi hefur í
gegnum árin haft sig í frammi í andstöðunni við hvalveiðar
með sömu rökum.
Að lokum þetta: Hvalveiðar leggja ekki aðra atvinnugrein,
hvalaskoðun ferðamanna, í rúst. Þessar atvinnugreinar geta
unnið saman. Hvalveiðar, þær er stundaðar voru af Hval hf.,
fóru fram í um 15 tíma siglingu frá Hvalfirði. Hrefnuveiðar
voru stundaðar nær landi en það. En hvalaskoðun fer nánast
fram við ströndina.
Virðingarfyllst,
Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals M.