Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2003, Qupperneq 45

Frjáls verslun - 01.03.2003, Qupperneq 45
Nærmvnd Grímur Sæmundsen Grímur hefur verið í viðskiptum nánast alla tíð frá því að hann lauk læknisfræðinni. Bláa lónið var stofnað 1992 af Islenska heilsufélaginu og Grindavíkurbæ og hefur hann stýrt því frá upphafi. Ör 09 ÓþoMnmÓður Grímur hefur ríkt frumkvöðulseðli og háleitar hugsjónir á sviði viðskipta og félagsmála enda má segja að ekki geti hver sem er byggt upp fyrirtæki á borð við Bláa lónið, ýtt því af stað, fengið tjármagn og menn til að taka þátt í slíku ævintýri. Helgi Magnússon, framkvæmdastjóri málningarverksmiðjunnar Hörpu-Sjafnar, segir að Grímur eigi stærstan þátt í því að Bláa lónið er best sótti ferðamanna- staðurinn á íslandi. Grímur var stjórnarformaður Lytjaversl- unar Islands þegar valdabarátta kom þar upp fyrir tveimur árum og trúnaðarbrestur varð milli manna. Grímur er sagður hafa þroskast mikið á þessum átökum og náð sér vel. Hvað gallana varðar er Grímur ör og óþolinmóður og fer stundum fram úr sjálfum sér. Hann er óstundvís og veit af þeim galla og hefur meðvitað reynt að vinna með hann. Hann á auðvelt með að gera grín að sjálfum sér, t.d. þegar hann bauð til 40 ára afmælis um árið og áminnti menn um stund- vísi í boðskortinu. Hann getur tekið gríni. Eins og áður hefur komið fram er hann ákveðinn og ýtinn og því þarf samstarfs- fólk hans að vera með bein í nefinu. l'.ÍfyL.iJ y.::4 w 2 : : -M ■ t ; æ í Meistarar lávarðadeildar. A Pollamóti á Akureyri sumarið 2000. við þróun félagsins og mótun framtíðarsýnar þess. Sigurður Lárus Hólm, verkfræðingur hjá Vatnaskilum og vinur Gríms frá þvi í menntaskóla, segir að íþróttafélögin í landinu séu börn síns tíma og að hann sé ekki í nokkrum vafa um að reynsla Gríms frá uppbyggingu fyrirtækja og rekstri þeirra ásamt djúpum skilningi hans á rótum Vals og hvað Valur stendur fyrir muni nýtast vel í þeirri uppbyggingu sem er framundan á Hlíðarenda, jafnt á mannvirkjum sem félagslegum þáttum. Mikill Valsari Grímur er margfaldur bikar- og íslands- meistari í knattspyrnu með Val en hann lék með meistara- flokki liðsins í 14 ár og var fyrirliði þess á gullaldarárunum upp úr 1980. Grímur hefur enn áhuga á sinni gömlu íþrótta- grein og hittir reglulega gamla félaga á vellinum. Hann hefur einnig gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir félagið, var kjörinn formaður knattspyrnudeildar félagsins árið 1999 og í haust var hann kjörinn formaður Knattspyrnufélagsins Vals. Helgi Magnússon kynntist Grími á gullaldarárunum þegar Grímur var leikmaður og Helgi var í stjórn félagsins. Hann segir að formennskan sé tímafrek og mikil vinna og því þurfi mikinn hugsjónamann til að fórna sér í slíkt starf. Grímur sé einfaldlega svo mikill Valsari að hann sé tilbúinn til þess. Mikið uppbyggingarstarf er framundan á Hliðarenda, m.a. Lax, tjolf og hestamennska Grímur er vel tengdur maður og hefur alla tíð verið afskaplega virkur í félagsmálum. Hann beitti sér m.a. að íþróttastarfi í félagslífi MR-inga á sínum tíma. Grímur hefur verið virkur í Sjálfstæðisflokknum. Hann hefur áhuga á laxveiði og er til að mynda í veiðiklúbbnum Svart- höfða, sem kenndur er við samnefndan veiðistað í Borgarfirði, og félagsskapnum Smálöxum. Hann leikur golf, fer á hverju ári á skíði og gengur vítt og breitt um landið með félögum sín- um í gönguklúbbnum Labbabarar. Hann hefur einnig verið að fikra sig áfram í hestamennsku með dóttur sinni. Grímur er svo heppinn að eiga auðvelt með að kúpla sig frá önnum dagsins og Sigurður Lárus segir að hann geti hvílst og sofnað hvar sem er og hvenær sem er. Það sé gott dæmi um mann sem hafi vald á umhverfi sínu. S3 Grímur Karl Sæmundsen Fæddur í Reykjavík 4. febrúar 1955. Fjölskylda Kvæntur Björgu J ónsdóttur söngkonu og eiga þau þrjú börn, Jón Gunnar, 26 ára nema í viðskiptafræði við HI, Sigrúnu, 17 ára menntaskólanema, og Pétur, 16 ára grunnskólanema. Foreldrar Guðrún Sigríður Guðmunds- dóttir Sæmundsen ritari og Pétur Júlíus Sæmundsen bankastjóri. Hann er látinn. Bræður hans eru Evald Eilert sálfræð- ingur, f. 1948, og Ari Kristján, f. 1951. Nafnið Sæmundsen er komið frá langafa Gríms í föðurættina sem tók upp nafn fósturföður síns en þá var í tísku að gefa nöfnum danskt yfirbragð. Menntun Stúdentspróf (MR 1975), Cand. med. (HI1981), almenntlækninga- leyfi (1983), íþróttalækningar (London Hospital Medical College 1984-'85). Starf Aðstoðarlæknir á slysadeild (1983-1984), sjálfstætt starfandi heimilis- læknir í Reykjavík ásamt þjónustu við íþróttafólk (1985-1988). Hefur starfað síðan við eigin fyrirtæki, nú síðast Bláa lónið og sinnt viðskiptum. Hefur sinnt ýmsum störfum, fyrst og fremst fyrir íþróttahreyfinguna. Áhugamál íþróttir, félagsstörf og heil- brigðismál.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.