Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2003, Page 56

Frjáls verslun - 01.03.2003, Page 56
1 ' Breski athafnamaðurinn Philip Green missti sig algjörlega gagnvart Juliu Finch, kauphallarritstjóra Guardian. Blaðið svaraði fyrir sig og birti brot af því sem hann sagði í reiðikastinu. Green: „Þið vitið ekki hvað þið eruð að lesa. Og það veit þessi lan Griffith heldur ekki. Þú skalt bara „f...“ reka hann. Þú hefur ekki „f...“ vit á þessu. Á ég að taka þig í kennslu- stund? Farðu upp í bílinn þinn og komdu á „f...“ skrifstofuna mína... Þið eruð ekki læs þið þarna. Þið ættuð ekki að fá að skrifa í „f...“ blöðin." Breski athafnamaðurinn Philip Green, sem keypti Arcadia m.a. af Jóni Asgeiri, jós úr skálum reiði sinnaryfir blaðamann The Guardian. Hann var svo kjaftfor og orðljótur að Guardian sá ástæðu til að prenta valda kafla á forsíðu. Orðbragð hans varð sérstakt frétta- efiti. Við fjöllum hér um petta ein- staka mál oggluggum í viðtalið. Texti og myndir: Sigrún Davíðsdóttir í London Breski athafnamaðurinn Philip Green hefur verið fastagestur í breskum fjöl- miðlum undanfarin ár eftir að hann fór að kaupa upp þekktar verslanakeðjur hér. Eins og kunnugt er hafa leiðir Greens og Jóns Asgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs, legið saman í Arcadiu og víðar. Philip þessi Green yfirtók að vísu Arcadia án Jóns Ásgeirs og þeirra Baugsmanna. Lítum aðeins betur á Philip Green. Eftir kaupin á British Home Store, Bhs, fyrir nokkrum árum var sagt að hann hefði slegið hraðamet í að vinna sér inn milljarð punda. Á fimm árum varð hann viðskipta- kóngur með 2.500 búðir og 13 prósent breska fatamarkaðarins. Bhs-veldið er metið á milljarð, en hann keypti það fyrir 200 milljónir. Núna er Green í brennidepli ljölmiðl- anna því að hann hefur boðið 3 milljarða punda í kjörbúðakeðjuna Safeway. Þar keppir hann við fimm aðra aðila, Wm Morri- son, sem er upphaflega skosk kjörbúða- keðja, og svo stóru keðjurnar Tesco, Sains- bury og Asda í eigu bandaríska Wal-Mart veldisins. Þegar breska samkeppnisstofn- unin birti úttekt sína um áhrif hugsanlegra kaupa á samkeppni kom Green best út úr þeirri umijöllun. Hann stendur því vel að vígi en útkoman er enn óviss. Green er því vísast glaðbeittur þessa dagana.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.