Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2003, Qupperneq 58

Frjáls verslun - 01.03.2003, Qupperneq 58
LUNDUNAPISTILL SIGRÚNAR Og hvað gerði blaðið þá? Setti saman pistil með völdum hlutum af segulbandsupptökum samtal- anna og birti á forsíðunni undir stórri mynd af Green. Um annan fréttastjóra viðskipta- blaðs Guardian, Paul Murphy, sagði Green að hann væri ekki læs á ensku. „Taktu eftir, hann er „f.. “ íri.“ Þrátt fyrir að vera alþekkt mein- horn hefur Green verið í býsna miklu uppáhaldi fjölmiðla. Við- brögð Guardian vegna kjaft- háttar hans eru merki um að gengið á Green fari fallandi. Á hann að fá sér fjölmiðlafulltrúa? Á okkar timum, þegar aumasta sjónvarps- þula er með eigin ijölmiðlafulltrúa, undrar það kannski einhvern að millj- arðamæringurinn skuli ekki hafa fengið sér einn slíkan. Ástæðan er að honum fellur ekki að borga ráðgjöfum og hefur iðulega farið niðrandi orðum um þann geira. Hvort hann skiptir nú um skoðun er óvíst, en hann ku alla vega hafa hringt til frægs fjölmiðlafulltrúa hér og fengið hans ráð. Flestir ráðgjafar myndu ráðleggja snöggar afsakanir, svo málið haldi ekki áfram að gerjast Tækifærið var líka notað til að riija upp ýmis gullkorn, sem áður hafa flogið af vörum Greens. Fjármálarýnir í City, sem Green grunaði um að tala illa um sig, iræddi hann á að hann ætti stóra kylfu, sem hann hikaði ekki við að nota. Og einhvern tíma, þegar blaða- maður skrifaði eitthvað sem Green lík- aði ekki, sagðist hann hafa rifið grein- ina úr blaðinu og sett undir rassinn á kettinum sinum, þar sem hún ætti heima. „Taktu eftir, hann er „f...“ íri.“ Annað samtal var eftírfarandi: Green: „Er þetta eitthvert bingó eða Guardian? Á ég að segja þér svo- lítið? Veistu hvað er það versta? Ef lögin í þessu landi væru eins og í Ameríku, ekki satt? Mikið vildi ég að þið prentuðuð þetta því þá gæti ég látið loka ykkur, bundið enda á vesal- dóm ykkar. Eg hef aldrei lesið annað eins rugl (bollocks) á ævi minni. Eg sendi lögfræðingunum mínum þetta, því þetta er hlægilegt." Guardian: ,Að hvaða leyti?“ Green: „Þið vitið ekki hvað þið eruð að lesa. Og það veit þessi Ian Griffith heldur ekki. M skalt bara ,T-“ reka hann. M hefur ekki vit á þessu. Á ég að taka þig í kennslu- stund? Farðu upp í bílinn þinn og komdu á ,ý...“ skrifstofuna mína... Þið eruð ekki læs þið þarna. Þið ættuð ekki að fá að skrifa í „f...“ blöðin.“ Um annan fréttastjóra viðskipta- blaðs Guardian, Paul Murphy, sagði Green að hann væri ekki læs á ensku. „Taktu eftír, hann er „f...“ Iri.“ Viðbrögðin voru ekkert smáræði. Fyiir utan að verða almennt umtalsefni, langt út lýrir viðskiptaheiminn og lesendur við- skiptasíðanna, streymdu lesendabréfin inn til Guardian. Einn lesandi bentí á að maður þyrfti greinilega ekki að kunna sig til að verða milljarðamæringur. Móðgunin um Irann - sem eins og blaðið benti á er reyndar ekki Iri, heldur þvottekta Eng- lendingur - varð til þess að tjöldi Ira hafði samband við Guardian og lýsti því yfir að héðan í frá myndu þeir aldrei kaupa neitt frá iýrirtækjum í eigu Greens. Green bað ira afsökunar Hvort það voru þessar hótanir, sem urðu til þess að Green bað Ira afsökunar, skal ósagt látið. Green bað hins vegar Guardian og blaðamenn þar engrar afsökunar. Afsökun til Iranna fylgdi ábending um að auðvitað hefði hann ekki meint þetta þannig, ekkert illa og hann ætti marga góða írska vini. Guardian birti líka lista yfir fræga írska rithöfunda til að minna Green á nokkra læsa og orðsnjalla Ira, sem hann hefði kannski gleymt. Höfunda eins og James Joyce, Samuel Beckett, Oscar Wilde og George Bernhard Shaw, þó blaðið velti fyrir sér hvort þeir væru kannski ögn of háfleygir fyrir Green. Spurningin sem ómaði eftir þessa uppákomu var hvort þetta hefði áhrif á umsvif Greens. I Observer var því haldið fram að Green hefði hrokkið illilega við að lesa, Jorsíðuviðtalið" í Guar- dian. Hann hefði því hringt um alla borg daginn sem það birtist til að spyrja menn ráða og eins hvort þetta væri slæmt. Ekkert sunnudagaskólamálfar í tjoi- miðlum ypptu ýmsir öxlum og sögðu að allir sem þekktu Green vissu að hann brúkaði ekkert sunnu- dagaskólamálfar. Aðrir sögðu að þetta sýndi að þolinmæðin með Green væri á þrotum. Þrátt iýrir að vera alþekkt meinhorn hefði Green verið í býsna miklu uppáhaldi tjölmiðla. Viðbrögð Guardians væru merki um að gengið á Green færi fallandi. Til skaða eða ekki? Málið kemur upp á slæmum tíma lýrir Green vegna glimunnar um Safeway. Maður kemst kannski ekki áfram í viðskiptaheiminum á manngæskunni einni saman, en hér er alla vega kurteisi í háum metum. Þegar til lengdar lætur kann kjafthátturinn í Green að draga úr löngun manna til að hafa eitt- hvað saman við hann að sælda, þó auðæfi hans kunni reyndar að hjálpa upp á sakirnar. Eins og hann hamraði á við Guardian þá er hann með fínt fólk í stjórninni hjá sér, en það hefur ekki spurst út hvernig viðtalið lagðist í stjórnarmennina, sem Green veifaði. „Á meiri penintja en vil“ Það má vera að Green sé nokk sama hvað sé sagt um hann og þyki það jafnvel ögn fýndið að menn vitni í kjafthátt hans. En það er til nóg af fólki í viðskiptaheim- inum hér sem mundi aldrei taka sér svona orð í munn og sem þykir ekkert þægilegt að vera nálægt þeim sem gera það. Eins og Bell, lávarður og framkvæmdastjóri almannatengsla- lýrirtækisins Chime Communications, sagði aðspurður um Green, þá bætir þessi uppákoma ekki iýrir honum, þó að hún eyðileggi kannski ekki heldur fyrir honum. „Eg held reyndar að hann eigi meiri peninga en vit,“ sagði lávarðurinn og ráðlagði Green að hafa betri stjórn á skapi sínu. [ffl 58
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.