Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2003, Qupperneq 73

Frjáls verslun - 01.03.2003, Qupperneq 73
Ilitlu og vinalegu húsi við Vesturgötuna er Eðalvín til húsa. Fyrirtækið er fremur nýtt á íslenskum markaði en hefur þó markað sér ákveðinn stað í hugum neytenda. Fyrirtækið reka þau Jón Páll og Guð- rún Gunnarsdóttir sem hafa áralanga reynslu af víninnflutningi og vinsölu og samskiptum við erlenda vínframleiðendur. „Þetta atvikaðist þannig að hinn þekkti vínframleiðandi Gonzalez Byass á Spáni setti sig í samband við okkur og fór fram á að við tækjum að okkur umboð fyrir þá og settum á stofn sérstakt fyrirtæki í þeim tilgangi. Við drifum í því og byijuðum með nokkur umboð en þeirn hefur farið fjölgandi," segir Guðrún Gunnarsdóttir, annar eigenda Eðalvína, fyrirtækis sem meðal annars fljdur inn vín sem sérstaklega er kynnt sem lífrænt ræktað. Nero D'Avola rauðvínið er frá Trapani á Sikiley. Rúbín-rautt á litinn, frekar kryddað en þó töluvert ávaxtaríkt. Gott með dökku kjöti og villibráð. Verð kr. 1.090.- Fæst í Heiðrúnu og Kringlunni. Inzolia hvítvínið er einnig frá Trapani á Sikiley. Strágult með grænum tónum. Ávaxtaríkt og ferskt með góðu fínlegu eftirbragði. Gott með öllu sjávarfangi. Verð kr. 1.090,- Fæst í Heiðrúnu og Kringlunni. Þriðja kynslóð Carlo Botter hóf vín- framleiðslu sína á fyrstu árum aldarinnar og varð fyrst þekktur fyrir að selja vín til hástéttarmanna í Feneyjum. Hann byrjaði smátt en með dyggri aðstoð barna hans og barnabarna varð Casa Vinicola Botter að þeirri þekktu og viðurkenndu vingerð sem fyrirtækið er í dag. Landið, sem vín- berin eru ræktuð á, er frjósamt og hentar sérlega vel til ræktunar, enda segja þeir sem í víngeiranum eru að það sé einstakt - næstum því blessað. „Casa Vinicola Botter selur nú vín til 35 landa og þriðja kynslóðin er við völd,“ segir Guðrún. „Vínið er allt frá því að vera ódýrar tegundir, sem seldar eru í stórmörkuðum, upp i að vera í hæsta gæðaklassa." Skáldavín Þess má geta til gamans að Ernest Hemingway var einn af fyrstu og bestu viðskiptavinum Botters en kynni hans af fyrirtækinu urðu með þeim hætti að Hemingway var þá, aðeins 18 ára gamall, að aka sjúkrabíl í Fossalta di Piave. Þetta var í fyrri heimsstyrjöldinni og Hemingway, þó ungur væri, í stöðugri leit að ævintýrum og hafði yndi af öllu sem þeim tengdist, þar á meðal drykkju. Botter hafði þá nýlega hafið framleiðslu á víni og seldi það í veitingahús og verslanir á svæðinu og Hemingway féll fyrir víninu sem hann svo hélt áfram að drekka alla ævi, sérstaklega Pinot Grigio, sem var í sérstöku uppáhaldi hjá honum. Lífrænt ræktað vín Vín er, eins og allir vita, unnið úr vín- berjum sem látin eru geijast. Aferð, bragð og lykt vínsins fer eftir tegund beijanna, hvar og við hvaða aðstæður þau eru ræktuð og svo auðvitað hvernig farið er með þau eftir að þau eru tínd. Hvort einhveijum efnum er blandað saman við þau og þá hverjum og svo framvegis. Gjarnan heyrist að rauðvín valdi frekar höfúðverk en hvítvín en þegar um lífrænt ræktað vín er að ræða, þ.e. vín þar sem ekkert skordýraeitur hefur verið notað og engin kemísk efni verið sett saman við, virðist þessi munur á víni ekki lengur vera til staðar og höfuðverkurinn úr sögunni. En hvað merkir lífrænt ræktað vín? Er ekki allt vín lifrænt ræktað? „Það má ef til vill segja það í stórum dráttum," segir Guð- rún. „Hins vegar er það svo að til þess að vínið teljist lifrænt ræktað má ekki nota neins konar kemískan áburð, ekkert skordýraeitur er leyft og engum kemískum efnum er bætt út í vínið. Þessi skilyrði uppfyllir Sikileyjarvínið okkar, Era Sicilia D'Avola, sem er rauðvín, og Era Sicilia Inzolia. Þetta vín nýtur vaxandi vinsælda á sama hátt og lífrænt ræktaður matur. Neyt- andinn veit nákvæmlega hvað hann er að setja ofan í sig og um leið að hann er að fá vandaða vöru sem hefur fengið vottun um að allar aðstæður við tilbúninginn eru fyrsta flokks. Það að fólk sleppi við höfuðverk af völdum rauðvíns og að um lífrænt ræktaðar vörur sé að ræða, finnst okkur segja að við séum með góða vöru í höndunum." 73
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.