Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2003, Síða 79

Frjáls verslun - 01.03.2003, Síða 79
HEILSfl OG UELLÍÐAN stefnusalur. Á efstu hæð verður veitingastaður og fundar- herbergi þar sem hægt verður að taka á móti smærri hópum, halda veislur og ráðstefnur o.þ.h. Einnig er gert ráð fyrir því að þar verði læknaþjónusta, sjúkraþjálfun, hárgreiðslu- og snyrtistofa og fleira heilsutengt. Samhliða mun Reykjavíkurborg byggja 50 metra yfir- byggða ólympíska keppnislaug og mun það mannvirki verða tilbúið um miðjan september 2004. Eitt af séreinkennum Heilsumiðstöðvarinnar verður baðstofa. Baðstofan verður sú eina sinnar tegundar á Islandi og með henni er World Class að stíga stórt skref inn í baðstofumenningu Evrópubúa. Baðstofan verður um 500 fermetrar að flatarmáli og verður byggð að evrópskri fyrir- mynd. I baðstofunni verða ijórar fullkomnar þurrgufur með mismunandi hitastigi, ólíkum innréttingum, lykt og lýsingu, og tvær misheitar blautgufur. I baðstofunni verða einnig kaldar og heitar laugar, nuddlaugar, fótalaugar, kaldur foss með sjávarvatni sem hægt verður að baða sig í og hvíldararaðstaða með upphituðum legubekkjum og arin- eldi. I hvíldaraðstöðunni verða í boði heyrnartól þar sem hægt verður að hlusta á slakandi tónlist að eigin vali. Jafn- framt verður boðið upp á nudd og leirvafninga í baðstof- unni. Lögð verður mikil áhersla á persónulega þjónustu í bað- stofunni. Þar munu viðskiptavinir geta hvílst í notalegu umhverfi og slappað af eftir amstur dagsins eins og í hlið- stæðum „spa“ miðstöðvum erlendis. Þá verður sérstök veit- ingastofa í baðstofunni þar sem hægt verður að fá allt frá heilsuréttum og steikum til rauðvínsglass. Þeir viðskipta- vinir sem greiða fyrir aðgang að baðstofunni fá aðgang að lúxusbúningsklefa með einkasturtum og notalegri setu- stofu. Einnig verður þeim boðið upp á baðsloppa, handklæði og ýmis önnur þægindi. Fjöldi viðskiptavina baðstofunnar verður takmarkaður og verður aldurstakmark 18 ára. Við- skiptavinir baðstofunnar geta einnig farið í sund og stundað heilsurækt í Heilsu- og sundmiðstöðinni. S3 79
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.