Frjáls verslun - 01.03.2003, Síða 79
HEILSfl OG UELLÍÐAN
stefnusalur. Á efstu hæð verður veitingastaður og fundar-
herbergi þar sem hægt verður að taka á móti smærri
hópum, halda veislur og ráðstefnur o.þ.h. Einnig er gert ráð
fyrir því að þar verði læknaþjónusta, sjúkraþjálfun,
hárgreiðslu- og snyrtistofa og fleira heilsutengt.
Samhliða mun Reykjavíkurborg byggja 50 metra yfir-
byggða ólympíska keppnislaug og mun það mannvirki
verða tilbúið um miðjan september 2004.
Eitt af séreinkennum Heilsumiðstöðvarinnar verður
baðstofa. Baðstofan verður sú eina sinnar tegundar á
Islandi og með henni er World Class að stíga stórt skref inn
í baðstofumenningu Evrópubúa. Baðstofan verður um 500
fermetrar að flatarmáli og verður byggð að evrópskri fyrir-
mynd. I baðstofunni verða ijórar fullkomnar þurrgufur með
mismunandi hitastigi, ólíkum innréttingum, lykt og
lýsingu, og tvær misheitar blautgufur. I baðstofunni verða
einnig kaldar og heitar laugar, nuddlaugar, fótalaugar,
kaldur foss með sjávarvatni sem hægt verður að baða sig í
og hvíldararaðstaða með upphituðum legubekkjum og arin-
eldi. I hvíldaraðstöðunni verða í boði heyrnartól þar sem
hægt verður að hlusta á slakandi tónlist að eigin vali. Jafn-
framt verður boðið upp á nudd og leirvafninga í baðstof-
unni.
Lögð verður mikil áhersla á persónulega þjónustu í bað-
stofunni. Þar munu viðskiptavinir geta hvílst í notalegu
umhverfi og slappað af eftir amstur dagsins eins og í hlið-
stæðum „spa“ miðstöðvum erlendis. Þá verður sérstök veit-
ingastofa í baðstofunni þar sem hægt verður að fá allt frá
heilsuréttum og steikum til rauðvínsglass. Þeir viðskipta-
vinir sem greiða fyrir aðgang að baðstofunni fá aðgang að
lúxusbúningsklefa með einkasturtum og notalegri setu-
stofu. Einnig verður þeim boðið upp á baðsloppa, handklæði
og ýmis önnur þægindi. Fjöldi viðskiptavina baðstofunnar
verður takmarkaður og verður aldurstakmark 18 ára. Við-
skiptavinir baðstofunnar geta einnig farið í sund og stundað
heilsurækt í Heilsu- og sundmiðstöðinni. S3
79