Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2003, Síða 80

Frjáls verslun - 01.03.2003, Síða 80
HEILSfl OG VELLÍflAN Að uelja sér maka W *":? Anna Valdimarsdóttir sálfræðingur. Afhverju skilja svo mörg hjón? Eða á kannski að spyrja: Afhverju tolla svo mörghjón í hjónabandi áratugum saman? sem er ósáttur veigrar sér við að ræða málin vegna þess að rótið og leiðindin, sem fylgja því að reyna að breyta einhveiju, skapar álag á alla fjölskylduna og er of dýrt tilfinningalega í samanburði við það sem út úr því kemur.“ Anna segir fleiri konur koma til sín vegna hjónabands- vandamála eða hugleiðinga um skilnað. Þær hafi oft á tíðum verið ósáttar lengi en annir vegna barnauppeldis og lífsgæða- kapphlaups haldið aftur af þeim. ,Á meðan börnin eru ung og hjónin eru á kafi í að koma sér þaki yfir höfuðið og koma sér áfram á vinnumarkaðnum er oft ekki mikill tími til að ræða neitt umfram brýnustu mál dags- ins,“ segir Anna. „Stundum ýta pör vandamálunum til hliðar og þegar kemur að því að þau hafa meiri tíma saman finna þau fyrir tómleika og skorti á nánd. Allt í einu er ekkert til að ræða um og fátt sem parið langar til að gera saman. Hræðslan við að afhjúpa tómarúmið í hjónabandinu verður stundum til þess að spurningar eru látnar liggja milli hluta sem nauðsynlegt er að spyija. En það eru spurningar eins og: Hvað finnst okkur gaman að gera saman? Hvernig getum við bætt samband okkar og hvers vegna völdum við hvort annað? Kreppa í hjónabandi getur verið tækifæri til að byrja upp á nýtt. Þegar hjón byija að ræða saman um líðan sína og langanir getur það orðið til þess að þau nálgast hvort annað á nýjan leik.“ egar farið er að skoða hugtakið hjónaband/samband, kemur ýmislegt í ljós. Af hveiju veljum við einmitt þann sem við veljum? Hvenær er nógu mikið að í sambandi til að slíta? Hvernig á að velja maka sem hentar manni? Anna Valdimarsdóttir sálfræðingur hefur velt þessum spurningum mikið fyrir sér og skrifað metsölubókina „Leggðu rækt við ástina“ þar sem kennir margra grasa. Umræðurnar Of dýrar „Þroski mannsins tekur tíma,“ segir Anna um leið og hún hallar sér aftur á bak í stólnum sínum og horfir íhugul á viðmælanda sinn. „Það að vita hvað maður vill og treysta sér til að fram- fylgja því er nokkuð sem yfirleitt ger- ist á löngum tíma og það er ein ástæða þess að stundum skilur fólk eftir margra ára hjónaband. Stundum ríkir óheppilegt mynstur í hjónabandi árum saman sem ekkert er gert í. Ástæður þess geta verið margvísleg- ar, ein er sú að það tekur tíma að átta sig á mynstri og gera sér grein fyrir hvað sé raunverulega að gerast. Önnur er sú að stundum finnst öðrum aðilanum allt vera í lagi en sá Makavalíð „Það er auðvelt að verða ástfangin - ekki síst þegar við erum svolítið einmana og finnst eitthvað vanta í líf okkar,“ segir hún. „Og þegar svo er, hættir okkur til að sjá það sem við viljum sjá í fari þess sem við hrifumst af. Það er mikilvægt að hafa í huga að þótt einhver veki hrifn- ingu okkar og kynferðislega löngun er ekki þar með sagt að hann henti okkur sem lífsförunautur. Þegar við veljum okkur maka þurfum við að beita góðri dómgreind og leggja mat á mannkosti viðkomandi þótt við viljum auðvitað líka að neisti og kynferðisleg aðlöðun sé til staðar. Við þurfum að finna samrænfi í því sem snertir okkur dýpst eins og lífs- viðhorfi, gildismati og siðgæðisvitund og vera nokkuð sammála um hvað skipti mestu máli í lifinu. Að þessu leyti má segja að lík börn leiki best. Samt á það einnig við að andstæð- urnar heilli. Við kærum okkur ekki um spegilmynd af sjálfum okkur, heldur viljum við félaga sem getur verið okkur jafn góður og við honum. Hamingjusamt hjónaband byggist á tveimur einstaklingum sem elska mannkynið og finnst lífið þess virði að lifa því - og hafa fyrir því.“ SD í upphafi skyldi endinn skoða Eruð þið sammála um huað gefur lífinu gildi? Geturðu treyst henni/honum? Talar hún/hann frjálslega um hugsanir sínar og gerðir eða hefurðu á tilfinningunni að hún/hann uinsi úr? Segir hún/hann þér satt? Huaða sögu segir fortíðin? Uppfyilir hún/hann þínar tilfinningalegu þarfir? Sýnir hún/hann þér uirðingu í uerki? Huernig bregst hún/hann uið þegar þið eruð ósammála og þarfir ykkar fara ekki saman? Er hún/hann gúð manneskja? 80
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.