Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2003, Síða 90

Frjáls verslun - 01.03.2003, Síða 90
Anna Linda Bjarna- dóttir rekur lög- mannsstofu sína í Nýherjahúsinu. Hún leggur stund á hefð- bundin lögmanns- störf, en hefur þó sér- hæft sig í skattarétti, bæði íslenskum, alþjóðlegum og bandarískum skattarétti. Mynd: Geir Ólafsson Anna Linda Bjamadóttir, héraðsdómslögmaður Texti: Vigdís Stefánsdóttir Anna Linda Bjarnadóttir er sjálfstætt starfandi lögmaður, sem rekur lögmannsstofu sína í Nýheijahúsinu. Hún leggur stund á hefðbundin lög- mannsstörf, en hefur þó sér- hæft sig í skattarétti, bæði íslenskum, alþjóðlegum og bandarískum skattarétti. ,Að reka mína eigin lög- mannsstofu er eitt það skemmtilegasta og mest kreijandi verkefni sem ég hef tekist á við,“ segir Anna Linda. „Það stendur allt og fellur með manni sjálfum." Þeir eru ekki margir ungu íslensku lögfræðingarnir sem hafa kjark og dug til að setja upp eigin stofu en Anna Linda segir sérþekkingu sína vera grundvöll í rekstrinum, sem hafi skilað sér margfalt til baka. „Eg legg mikla áherslu á persónulega þjón- ustu þar sem umbjóðandinn hefur alltaf aðgang að mér þegar hann þarf á þjónust- unni að halda,“ segir hún. Anna Iinda lauk stúdents- prófi frá Verslunarskóla Islands árið 1992 og embætt- isprófi í lögfræði frá lagadeild HI 1997. A námsárunum í lagadeild vann hún m.a. í Jjár- málaráðuneytinu og þar vaknaði áhuginn á skattarétti. „I rauninni má segja að ég hafi haft meiri ánægju af því að vinna við lögfræðistörf heldur en að læra lögfræði. Til að byija með fannst mér lögfræðin vera frekar þurr. Eftir því sem leið á námið varð það þó skemmtilegra og síðustu tvö árin mátti velja á milli hinna ýmsu kjörgreina auk þess að skrifa kandidats- ritgerð. Ritgerðin mín var á sviði alþjóðlegs skattaréttar og hallaði um tvísköttunar- samninga," segir Anna Iinda. „í náminu kynntist ég eigin- manni mínum, Ægi Guð- bjarna Sigmundssyni, sem vinnur hjá Lögmönnum við Austurvöll.“ Anna Linda hefur víða farið og vann einnig á lög- mannsstofu í Þýskalandi, sem sérhæfði sig í skattarétti, og hjá ríkisskattstjóra. Að námi loknu vann hún hjá Deloitte & Touche í þijú ár. „Mig langaði til að sérhæfa mig meira og fór því um haustið 2000 til Bandaríkj- anna í framhaldsnám í skatta- rétti og lauk mastersgráðu í skattarétti frá The University of San Diego. Mér líkaði mjög vel í Bandaríkjunum. Námið var kreljandi og kennslan til fýrirmyndar. Háskólinn var fámennur einkaskóli, rekinn af kaþólsku kirkjunni. Það sem mér fannst sér- staklega áhugavert var við- horf prófessoranna til nem- enda. Þeir sýndu nemendum sínum mikinn áhuga, lögðu nöfn þeirra á minnið og vildu vita hvert þeir stefndu að námi loknu. Anna Iinda segir það fær- ast í vöxt að umbjóðendur FÓLK eriendis leiti til hennar eftir ráðgjöf, bæði í skattarétti og öðru. „Islendingum bú- settum erlendis finnst kostur að geta leitað til lögmanns á Islandi og fengið ráðgjöf á íslensku. Þó svo fólk tali erlend tungumál þá skilja ekki allir fagmál. Erlend fýrir- tæki eru í auknum mæli farin að leita til mín og sýna áhuga á viðskiptum eða stofnun lýrirtækja á Islandi.“ Áhugamál Önnu Lindu eru margvísleg en hreyfing er þar efst á blaði. ,Á veturna förum við hjónin á skíði og uppáhaldsskíðasvæðið er Hlíðarfjall á Akureyri. Eg hef farið til Austurríkis, Italíu og Bandaríkjanna á skíði og stefni að því að fara reglulega í slíkar ferðir. Ur því varð þó ekki á síðastliðnu ári vegna barneigna. Sonur okkar, Viktor Aron, fer vonandi að geta farið með okkur á skíði næsta ár eða þar næsta.“ Fyrir utan skíðin hefur Anna Iinda áhuga á dansi og hefur verið í ýmsum dans- skólum og í Kramhúsinu. „Nú erum við mæðginin saman í mömmuleikfimi í World Class og ungbarna- sundi og höfum gaman af,“ segir hún kankvís. „Fjöl- skylda mín er mikið hesta- fólk svo að ég hef stundað hestamennsku og við hjónin förum í ferðalög til útlanda árlega. Af rólegri áhuga- málum má nefna lestur góðra bóka og gítarspil en Anna Linda lærði á gítar sem barn og hefur haldið því við. ,Að mínu mati er nauðsynlegt að eiga sér áhugamál til að slaka á eftir langan vinnudag í krefjandi starfi. Það er mjög auðvelt að gleyma sér í vinnu, en ég gæti þess að gefa mér alltaf tíma fýrir fjölskylduna og áhugamálin,“ segir Anna Linda að lokum. ffl 90
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.