Frjáls verslun - 01.11.2004, Side 14
Forsetinn í Bláa lóninu
Forseti Islands, Ólafur Ragnar Grímsson, Eðvarð Júlíusson, stjórnarfor-
maðurBláa Lónsins, Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Útflutningsráðs
og Grímur Sæmundsen, framkvæmdastjóri Bláa Lónsins, hlýða hér á
Hartmann Kárason, fasteignastjóra Bláa Lónsins.
rsetí íslands, Ólafur Ragnar Gríms-
rson, sóttí Bláa lónið heim á dögunum,
en þessi vinsælasti ferðamannastaður
á Islandi hlaut Utflutningsverðlaun Islands
árið 2004. Forsetinn var í för með úthlut-
unamefnd Utflutningsverðlauna Islands.
I heimsókninni kjmntí forsetinn sér
þá fjölbreyttu starfsemi sem fram fer í
Bláa Lóninu; þróun og framleiðslu húð-
vara Bláa lónsins, byggingarsvæði nýrrar
Húðlækningastöðvar á svæðinu og síðan
snæddi hann hádegisverð á veitingastað
Bláa Lónsins.
Grímur Sæmundsen, framkvæmda-
stjóri Bláa lónsins, kynnti fyrir forsetanum
og nefndinni ýmis framtíðaráform Bláa
Lónsins. Einn hluti af þvi er að fá fleiri
erlenda sjúklinga til íslands í meðferð við
psoriasis og hefur Bláa Lónið undanfarið
verið að vinna í samstarfi við íslensk og
bandarisk heilbrigðisyfirvöld um að fá
bandaríska húðsjúklinga tíl þess að njóta
lækninga í Bláa Lóninu.
Ný Húðlækningastöð, auk útrásar
verða stærstu viðfangsefni Bláa Lónsins
á árinu 2005. Aldrei hafa fleiri gestir heim-
sótt Bláa Lónið en það sem af er árinu
2004, eða á bilinu 350 til 360 þúsund
manns, sem er að meðaltali um 1000
gestir á dag. H3
4. júli. G. desember.
Ljótur leikur
r
Arsins 2004 verður m.a. minnst vegna hins ljóta leiks sem leikinn
var í forsetakosningunum í Úkraínu í haust. Viktor Jústsjenkó,
forsetaframbjóðanda og forsetaefni stjómarandstöðunnar, var
byrlað eitur. Um var að ræða díoxíneitur. Jústsjenkó er nánast
óþekkjanlegur á eftir. Utlit hans er gjörbreytt frá því í sumar. Andlitíð
er alsett bólum, það er gráleitt eða jafnvel gulgrænt, pokar em undir
augunum og þarf hann stöðugt að fá verkjafyf. Jústsjenkó er fimm-
tugur að aldri. Hafa læknar líkt eitmninni við morð án byssu. Rann-
sóknir lækna í Austurríki á Jústsjenkó sýna að díoxíneitrið í blóði
hans er yfir 6 þúsund sinnum meira en eðlilegt getur talist. Þetta er
næstmesta díoxíneitmn sem nokkm sinni hefur mælst í manni.HS
Drekkur þú f vinnunni ?
Drykkjavélar fyrir vinnustaði.
Heitir og kaidir drykkir.
selecta III
Sími 5 85 85 85 www.selecta.is
14