Frjáls verslun - 01.11.2004, Side 31
allan rekstur mjög erfiðan. Félagið var knúið til mjög
sársaukafullra ráðstafana; harkalegs samdráttar og
ijöldauppsagna starfsmanna. Þessar aðgerðir sköpuðu
félaginu hins vegar svigrúm til að fóta sig að nýju,“
segir Sigurður.
Pólitísk átök á þessum tíma gerðu jafnframt starfs-
skilyrði félagsins erfiðari en ella hefði þurft að vera,
að sögn Sigurðar. „Akveðnir aðilar, sérstaklega innan
Alþýðubandalagsins, höfðu að markmiði að koma iýrir-
tækinu í ríkiseigu. Þessum sjónarmiðum þurfti að svara
og beijast gegn - og auðvitað tók það frá mönnum tíma
sem ella hefði átt að fara í að sinna rekstri."
Bandaríkin mikill lærdómur Sigurður var fram
kvæmdasijóri fiármálasviðs fram til 1983 er hann var
ráðinn í starf svæðissijóra Flugleiða í New York. Stýrði
200 manna starfsliði félagsins vestanhafs, með höfuð-
bækistöðvar í Rockefeller Center á miðri Manhattan.
„Þetta var gríðarlega mikill skóli og gaf mér ómetan-
lega bakgrunn iýrir það starf sem íýrir mér átti að
liggja. Eg hugðist vera þama í kannski
fimm ár, en þetta urðu þó aðeins tuttugu
mánuðir," segir Sigurður og brosir þegar
hann rifjar upp þessa tíma.
„I Bandaríkjunum opnaðist mér nýr
heimur. A þeim tíma skilaði sölusvæðið
vestra helmingi heildartekna félagsins og
var því langmikilvægasta sölusvæðið. Það
var því ekki um annað að ræða en að einhenda
sér í slaginn þegar ég kom til starfa. Bandaríkja-
markaður var þá að opnast, lýrstur flugmarkaða
í heiminum, og það var því mikill lærdómur að
fóta sig í markaðsmálum við þær kringumstæður.
Þessi reynsla opnaði augu mín íýrir því hve mikil-
vægt er að flugfélög séu sveigjanleg og getí lagað
sig hratt að breytingum.“
..Innanhúsmaðurinn" öm ó. Johnson, lengst
forsljóri Flugfélags Islands, var stjómarformaður
Flugleiða síðustu æviár sín. Hann lést á vordögum
1984 - og þá tók Sigurður Helgason eldri við for-
mennsku í stjóm félagsins jafnframt því að gegna
forstjórastarfinu, en því hafði hann gegnt einn
alveg frá 1979. Ljóst var þó að þetta íýrirkomulag
yrði aðeins tíl fárra nátta og að senn þyrfti að ráða
nýjan forstjóra. „Það var á haustdögum 1984 sem
nafni minn kom til New York og spurði hvort ég
hefði áhuga á að taka forstjórastarfið af mér. Að
einum til tveimur dögum liðnum gaf ég honum
jáyrði - og þá tók Sigurður af mér það loforð að
ég nefndi þetta ekki við nokkum, nema konuna
mína.“
Margir vom nelhdir til sögunnar sem hugs-
anlegir kandidatar í forstjórastólinn - og ýmsir
voru taldir hafa allgott bakland. „Sigurður nafni
minn nefndi alltaf að hann vildi fá innanhúsmann í starfið og
töldu þá sjálfsagt einhverjir að hann ætti við framkvæmdastjóra
félagsins, sem á þessum tíma vom Sigfús Erlingsson, Bjöm
Theodórsson, Erling Aspelund og Leifur Magnússon. Það var
ekki iýrr en tveimur dögum áður en þessi stjómarfundur var
haldinn að hann nefndi að hann hefði augastað á mér í starfið,“
segir Sigurður, sem fékk öll atkvæði stjómar þegar ráðning
hans var tíl lykta leidd á stjómarfundi þann 10. janúar 1985.
Risavaxin verkefni Sigurður segir að mörg risavaxin verk-
efni hafi blasað við sér þegar hann tók við forstjórastarfinu þann
1. júli 1985. Flugflotinn var koininn á tíma: bæði Boeing 727
vélamar og DC-8, sem vom orðnar meira en tuttugu ára og
þess utan eldsneytisfrekar. „Við höfðum í raun bara tvo valkosti
í stöðunni; annaðhvort að halda í horfinu eða endumýja flotann
allan með það fyrir augum að endurskipuleggja leiðakerfið
og auka umsvif. Möguleikar til slíks vom lika á þessum tíma
að opnast, það er með byggingu Leifsstöðvar sem tekin var í
notkun á vordögum 1987. Það var því einboðið að taka seinni
kostinn, hvað við og gerðum.“S!i
Öryggisskáparnir frá Rosengrens
eru traust geymsla fyrir peninga,
skjöl, tölvugögn og önnur verð-
mæti. Skáparnir sem em í hæsta
gæðaflokki fást í ýmsum stærðum
og gerðum. Kynnið ykkur úrvalið.
B
B
I h
Í S
Bedco & Mathiesen ehf
Bæjarhrauni 10
Hafnarfirði
Sími 565 1000
31