Frjáls verslun - 01.11.2004, Side 42
u í1'''-'"'.. ^ - ’ , — .
Hér sjást nokkrir starfsmenn gamla íslandsbanka í húsinu Ingólfshvoli við Hafnarstræti í Reykjavík árið 1905. Næsta ár fluttist
starfsemi aðalbankans í glæsilegt hús við Lækjartorg.
FRÁ ÍSLANDSBANKA TIL ÍSLANDSBANKA
í bókinni Rætur íslandsbanka, 100 ára fjármálasaga, er rakin saga íslenskra banka og
annarra fjármálastofnana síðustu hundrað árin, frá þuí að gamli íslandsbanki tók til starfa.
Gamli íslandsbanki var opnaður 7. júní 1904. Starfsmenn voru 7 en 1.
september sama ár voru opnuð útibú á Akureyri, ísafirði og Seyðisfirði
og 1919 íVestmannaeyjum. Islandsbanki var seðlabanki og fyrsti hluta-
félagsbankinn á íslandi. Helstu eigendur voru dönsk og norsk fjármála-
fyrirtæki en tilgangurinn var að greiða fyrir framförum í atvinnugreinum
landsins og bæta almennt úr fjármálum þjóðarinnar. Peningaviðskipti
komu meira inn í landið og mjög dró úr vöruskiptaverslun. Erlent áhættu-
fjármagn varð lyftistöng fyrir íslenskt atvinnu- og efnahagslíf.
Árið 1905 voru sett lög um Fiskveiðasjóð Islands. Þar með voru
komnar tvær fjármálastofnanir sem lögðu áherslu á sjávarútveg.
Eftir erfiðleika gamla íslandsbanka yfirtók Útvegsbanki íslands
eignir hans og skuldbindingar. Útvegsbankinn tók til starfa 12.
íslandsbanki og Fiskveiðasjóður þjónuðu sjávarútvegi. Jón
forseti RE 108 var fyrsti togarinn sem smíðaður var sérstaklega
fyrir íslendinga. Hann kom til heimahafnar í Reykjavík árið 1907
og var í eigu útgerðarfélagsins Alliance. Togarakaupin voru að
stórum hluta fjármögnuð með lánsfé frá íslandsbanka. Fleiri
útgerðarfélög nutu fyrirgreiðslu bankans en togararnir renndu
styrkum stoðum undir efnahagslegt sjálfstæði íslendinga.
aprfl 1930 og átti að styðja sjávarútveg, iðnað og verslun, en lagði
megináherslu á útveginn. Aðalstöðvar hans voru í gamla Islands-
bankahúsinu við Lækjartorg en flest urðu útibúin 13. Bankinn var
hlutafélag til ársins 1957 en var þá breytt í ríkisbanka. Hann varð
aftur hlutafélagsbanki 1987.
Útvegsbanki íslands tók virkan þátt í uppbyggingu sjávarútvegsins, Ifkt
og Fiskveiðasjóður Islands, sem varð með tímanum öflugur sjóður.
Stuðningur uið iðnað
Kreppan 1930-1940 kom hart niður á íslendingum. Því var Iðnlánasjóði
komið á fót árið 1935 til að styrkja íslenskan iðnað, sem varð einn af
höfuðatvinnuvegum Islendinga á 20. öld. Að tilhlutan Félags íslenskra
iðnrekenda og Landssambands iðnaðarmanna tók Iðnaðarbanki íslands
hf. til starfa í júní 1953. Bankinn byggði stórhýsi í Lækjargötu 12 sem
tekið var í notkun 1. júní 1962 og urðu síðan höfuðstöðvar hans. Flest
urðu útibú bankans B. Bankinn var í fararbroddi í tæknivæðingu og tók
t.d. fyrstur í notkun hraðbanka árið 1984.
Vegna aðildar íslendinga að Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTAI
árið 1970 ákváðu nkisstjórnir Norðurlanda að stofna iðnþróunarsjóð
fyrir fsland til að auðvelda íslenskum iðnaði að aðlagast nýjum markaðs-
aðstæðum. Sama ár voru sett lög um Útflutningslánasjóð sem hafði
einkum það verkefni að fjármagna skammtímalán til erlendra viðskipta-
vina íslenskra framleiðenda.
Þjónusta uið uerslun og uerkafólk
Verslun varð einn umfangsmesti atvinnuvegur íslendinga þegar leið
á 20. öld. En engin fjármálastofnun hafði það meginmarkmið að
efla hag verslunarinnar þar til Verslunarsparisjóðurinn tók til starfa
28. september 1956. I framhaldinu var Verslunarbanki Islands hf.
opnaður 8. apríl 1961 í Bankastræti 5 og rann Verslunarsparisjóðurinn
msm
42