Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2004, Page 43

Frjáls verslun - 01.11.2004, Page 43
inn í hann. A5 bankanum stóðu félagar 1 VerslunarráSi íslands, Félagi stórkaup- manna og Kaupmannasamtökum Islands. Höfuðstöðvar hans voru í Bankastræti en alls urðu útibúin 7, öll á suðvesturhorninu. Verslunarbankinn lét til sín taka á sviði tæknivæðingar í bankastarfi. Með tilkomu hans jókst þjónusta við verslunar- og þjón- ustufyrirtæki en auk þess var fjöldi einstakl- inga í viðskiptum við bankann. Þegar helstu atvinnugreinarnar höfðu eignast sinn eigin banka fóru verkalýðs- félögin að huga að stofnun sérstaks alþýðu- banka sem ynni í þágu verkafólks. Fyrsta skrefið var opnun Sparisjóðs alþýðu 29. apríl 1967. Alþýðubankinn hf. tók síðan til starfa 5. mars 1971 og yfirtók starfsemi spari- sjóðsins með höfuðstöðvar á Laugavegi 31. Flest urðu útibú bankans 5. Alþýðusamband íslands og ýmis verka- lýðsfélög áttu meirihluta í Alþýðubankanum en markmið hans var að efla atvinnuþróun og atvinnuöryggi launafólks sem og að styðja menningarlega og félagslega starf- semi verkalýðshreyfingarinnar. Stærsti einkabankinn Á árunum 1984 til 1987 urðu ýmsar breytingar í frelsisátt í íslensku bankakerfi. Stofnun útibúa varð frjáls, bankar voru ekki bundnir við atvinnugrein og þeim var gefið frelsi til að ákveða þá þjónustu sem þeir vildu bjóða. Snemma árs 1989 hófst undirbúningur að sameiningu Alþýðubankans, Iðnaðarbanka íslands, Verslunarbanka Islands og Útvegsbanka Islands með kaupum þriggja fyrstnefndu á hlut ríkisins í Útvegsbankanum. I júní var gengið frá kaupsamningi og með kaupunum urðu tímamót í fjár- málalífi íslendinga. Tilgangurinn var að ná fram hagræðingu til að geta veitt betri þjónustu. Hinn nýi banki, íslandsbanki, tóktil starfa 3. janúar 1990 og var stærsti einkabanki landsins með um 800 starfsmenn og rúm- lega 30 útibú. Samruni til sóknar í upphafi árs 1998 kom Fjárfestingabanki atvinnulífsins hf. - FBA - til sögunnar og tók við starfsemi Fiskveiðasjóðs íslands, Útflutningslánasjóðs, Iðnlánasjóðs og Iðnþróunarsjóðs en sameining fjárfestingar- lánasjóðanna í FBA var einn liðurinn í frelsis- væðingu í bankakerfinu. Með stofnun bank- ans átti m.a. að styrkja stoðir fjármála- markaðarins og draga úr eignarhaldi ríkisins á fjármálamarkaði, draga úr aðgreiningu fjármálafyrirtækja eftir atvinnugreinum, auka samkeppni og efla alþjóðlega þátttöku á íslenskum fjármálamarkaði. íslandsbanki hf. og FBA sameinuðust formlega 2. júní árið 2000 og fékk hinn nýi banki nafnið íslandsbanki—FBA hf. Næsta ár var nafnið íslandsbanki tekið upp fyrir alla starfsemi bankans. Starfsmenn hans voru um 1.000. íslandsbanki hafði rekið þróttmikinn við- skiptabanka með trausta markaðshlutdeild í þjónustu við einstaklinga og fyrirtæki. FBA hafði hins vegar öðlast sterka stöðu með sérhæfðri fjárfestingarbankaþjónustu við sveitarfélög, fyrirtæki og aðila í íslensku efnahagslífi. Með samrunanum varð til öflugt fyrirtæki á fjármálamarkaði og leiðandi afl í viðskiptalífinu. Árið 2003 keypti bankinn Sjóvá-Almennar tryggingar hf. til að auka enn þjónustu við viðskiptavini sína. Árið 2004 var öld liðin frá opnun gamla fslandsbanka. Á þessum 100 árum hafa aðstæður f fjármálaheimi íslendinga gjörbreyst. En starfsemi fslandsbanka hvilir á traustum grunni allra fyrirrennara sinna og byggir á reynslu þeirra. H3 RÆTUR ÍSLANDSBANKA lOO ara fjármálasaga Út er komin bókin Rætur íslandsbanka. 100 ára fjármálasaga. Saga íslands- banka nær aftur til ársins 1904 þegar gamli Íslandsbanki var opnaður. í bókinni eru sex fræðigreinar eftir sagnfræðinga og hagfræðinga og fimm viðtöl við bankamenn, auk bankaannáls. Bókin er 318 bls., ritstjóri Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðingur og útgef- andi er íslandsbanki. FBA og íslandsbanki sameinuðust í Íslandsbanka-FBA árið 2000. Forstjórar voru Bjarni Ármannsson og Valur Valsson. Með samrunanum varð til stærsti banki á íslandi. í stefnu íslandsbanka hefur verið lögð rík áhersla á að setja viðskiptavininn í öndvegi og veita persónulega þjónustu. 43
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.