Frjáls verslun - 01.11.2004, Blaðsíða 46
Ytra-Laugaland, Eyjafjarðarsueit
Bræðurnir Jón og Grettir Hjörleifssynir á Ytra-Laugalandi í Eyjafjarðarsveit eru umfangsmestu kúabændur landsins.
Mynd: Rúnar Þór
Stærsta kúabúið; 141 kýr
Stærstu mjólkurbú landsins og ábúendur, árskýr:
Ytra-Laugaland, EyjafjarSarsveit - Grettir og Jón Hjörleifssynir 140,9 G. Birtingaholt, Hrunamannahreppi - Sigurður Ágústsson 81,0
Gil 1, Sveitarfélaginu Skagafjörður - Ómar B. Jensson 112,3 7. Miklaholt, Bláskógabyggð - Þráinn B. Jónsson og Óttar Bragi Þráinsson 75,9
Svalbarð, Svalbarðsstrandarhreppi - Guðmundur Bjarnason og Anna Jónsdóttir 94,7 8. Höfði II, Grýtubakkahreppi - Kristinn Ásmundsson 72,3
Garðsvík, Svalbarðsstrandarhreppi - Bent Hansson 86,7 9. Garður, Eyjafjarðarsveit - Aðalsteinn og Garðar Hallgrímssynir 70,1
Ytra-Fell, Eyjafjarðarsveit - Björn Sæmundsson Cbústjóri) 84,0 10. Bakki, Hörgárbyggð - Helgi Þór Helgason og Ólöf Þórsdóttir 69,8
Margir mjólkurbændur hyggja á verulega stækkun
búa sinna á næstu misserum, en bændur halda
svolítið að sér höndum vegna hás verðs á kvóta, en
Kaupfélag Skagfirðinga er leiðandi í hækkun á kvótaverði. í
Birtingaholti í Hrunamannahreppi búa á tvíbýli þeir Sigurður
Agústsson og Ragnar Magnússon með um 670 þúsund kg
ársframleiðslu. Fyrirhuguð er stækkun ijósa þar þannig að
hægt verði að framleiða um 1,6 milljón lítra á búunum saman-
lagt og tveir mjaltaþjónar („róbótar") í hveiju ljósi fyrir sig.
Stærsta bú landsins, að Ytra-Laugalandi, framleiðir um 870
þúsund kg á ári.
í lista yfir stærstu ljárbú landsins er sleppt að geta bæjar
í Borgarfirði sem er með mun fleira vetrarfóðrað fé en húsa-
kynni og fleira leyfa, og hefur búreksturinn verið í „gjörgæslu“.
Haustið 2003 voru settar á 2.038 ær en 1. desember sl. voru þar
samkvæmt talningu 1.164 ær, en það dugar ekki til. Á tveimur
bæjum skammt frá Homafirði er um 1.000 fjár í eigu sama aðila,
en sá búskapur er sagður mjög ,Jrjálslegur“ og án alls greiðslu-
marks. Víða em fjárbændur að huga að verulegri ljölgun
bústofns, s.s. að Miðdal í Skagafirði. í haust var fé skorið niður
vegna riðu á mörgum bæjum í Bláskógabyggð, m.a. í Bræðra-
tungu þar sem var allt að 1.000 fjár.HU
46