Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2004, Side 50

Frjáls verslun - 01.11.2004, Side 50
Asthildur Skjaldardóttir býr ásamt Birgi Aðalsteinssyni á myndarbúi að Bakka á Kjalarnesi. í undirbúningi er að tengdasynirnir komi að búrekstrinum og að liðlega tvöfalda mjólkurframleiðsluna. MJOLKURFRAMLEIÐSLA AFTUR I REYKJAVIK: Stefnt að verulegri framleiðsluaukningu á eina kúabúinu á Kjalarnesi Mjólkurframleiðsla lagðist af innan borgarmarka Reykja- víkur í byijun áttunda áratugar síðustu aldar. Þá bjó að Laugabóli við Engjaveg í Laugardal Gunnar G. Júliusson sem var þó ekki með meiri mjólkuriramleiðslu undii' það síðasta en það að hann fór með mjólkurbrúsann í strætó niður í Mjólkur- stöð við Laugaveg 162, þar sem nú er Þjóðskjalasafn íslands. Nú er aftur farið að framleiða mjólk innan borgamrarka Reykjavíkur eftir að Kjalameshreppur sameinaðist höfuðborginni árið 1998. A Bakka á Kjalamesi búa Asthildur Skjaldardóttir og Birgir Aðalsteinsson góðu búi, en ársframleiðsla búsins er um 137 þúsund lítrar og meðalnyt um 5.400 litrar, eða 28 til 30 mjólkandi kýr. Asíðustu árum hefur verið ráðist í umtalsverðar íramkvæmdir og öll aðstaða bætt sem miðar að því að kaupa mjólkurkvóta og auka framleiðsluna, en svona skref íyrir skref þar sem kvótaverð er nú mjög hátt og margir halda þvi að sér höndunum í bili. I undirbúningi er að tengdasynimir komi með í búrekstur- inn, og segir Asthildur það m.a. gert til þess að þau geti þá leyst hvert annað af, en þá þarf að stækka búið til þess að framfleyta þeim sem að rekstrinum koma. Stefnt er að því að auka fram- leiðsluna í 300 þúsund lítra, jörðin, ræktunin og húsakynnin bera það vel, en byggt var við gamla flósið og ennfremur er þama lausagönguflós og mjaltabás. Ekki hefur verið ráðist í kaup á mjaltaþjóni (,,róbót“) í flósverkin, Asthildur telur það einfaldlega ekki enn vera hagkvæma tjárfestingu. Ásthildur segir að þau hafi keypt jörðina af ömmubræðrum hennar, þar hafi hún verið í sveit en hún er fædd og uppalin í Reykjavik. Sama ættin hefur búið á Bakka síðan 1863. Búskap- inn hófu þau Ásthildur og Birgir með kaupum á jörðinni Selja- tungu í Gaulveijabæjarhreppi þar sem þau bjuggu í 13 ár. „Það vom geysileg félagsleg viðbrigði að flytja að austan hingað á Kjalames, ekki síst vegna þess að þetta er eina kúabúið á Kjalamesi í dag en það var kúabú í Stardal þegar við komum hingað, en ekki lengur. Auðvitað er kostur að búa svona nálægt Reykjavik en það kom mér á óvart hversu miklu erfiðara var að eiga bam hér í framhaldsskóla en fyrir austan. I Gaulveijabæjarhreppnum var skólabíll á morgnana og heim aftur en hér em mjög stopular strætisvagnaferðir," segir Ásthildur Skjaldardóttir. - Er blandaður búskapur á undanhaldi og sérhæfing búa bar með að aukast? ,Já, og eins fara búin enn stækkandi. Eg er hins vegar ekki viss um að hérlendis verði í framtíðinni mörg vem- lega stór bú vegna þess að þá þarf að treysta á aðkeypt vinnuafl, mér einfaldlega hugnast ekki sú framtíðarsýn. Sérhæfing mun einnig aukast að vissu marki, en auðvitað verða alltaf til blönduð bú. Það er viss sveitarómantík fólgin í því að vera td. með kýr, kindur og hesta, jafnvel fleiri skepnur, á sama bæ, en það er kannski ekki að sama skapi hagkvæmt eða skynsamlegt.“H!] 50
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.