Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2004, Side 63

Frjáls verslun - 01.11.2004, Side 63
ÁGÚSTA JOHNSON, FRAMKVÆMDASTJÚRI HREYFINGAR: Vítamínssprauta fyrir okkur Það er margt sem kemur upp í hugann þegar ég lít til ársins sem er að líða, en ef ég á að nefna eitt atriði er það heimsókn ráðgjafa frá Bandaríkjunum sem sérhæfir sig í rekstri heilsu- ræktarstöðva. Hann er einn sá fremsti í heiminum á sínu sviði og var hér hjá okkur í byijun ársins við að fara yfir og slípa alla verkferla í fyrirtækinu með það að markmiði að bæta enn frekar þjónustuna við viðskiptavini Hreyfingar og ná fram því allra besta í starfsfólki okkar. Heimsókn hans var alger vitaminssprauta og skapaði mikla og jákvæða stemmningu í fyrirtækinu. Ég hef góða tilfinningu fyrir komandi ári. Líkamsræktariðkun er vaxandi á Islandi og tæki- færin mörg. I Hreyfingu starfar stór hópur heilsu- ræktarráðgjafa og einkaþjálfara sem hefur mikla reynslu og þekkingu. Við leggjum höfuðáherslu á persónulegt og hlýlegt viðmót þar sem fólki getur liðið vel. Ég held að fyrir þetta sé Hreyfing hvað þekktust og okkar föstu viðskiptavinir vilja hvergi annars staðar æfa. Við erum því afar bjartsýn á gengi Hreyfingar á næsta ári. Hvað varðar likamsræktun almennt þá er stöðug aukning milli ára enda held ég að fólk sé almennt að átta sig betur á mikilvægi þess að hreyfa sig reglulega og borða skynsam- legar. Það er gott því offituvandinn hér á landi og almennt í hinurn vestræna heimi hefur aldrei verið stærri. Aukinn skilningur fólks á þessum vanda og viljinn til að bæta lífsgæði sín gerir það að verkum að vöxtur greinarinnar mun halda áfram. Sjálfriermérminnisstæðastyndis- legt tveggja vikna frí sem við fjöl- skyldan áttum saman á Krít í sumar. Allir ijölskyldumeðlimir nutu sín í botn á þessum frá- bæra stað. Sólin skein á okkur hvem einasta dag og allt var eins og best verður á kosið. Svo spillti nú ekki fyrir að upplifa stemmn- inguna í kringum EM og vera á staðnum þegar Grikkir sigmðu óvænt í keppninni.H3 ÁSLAUG ALFREÐSDÚTTIR, HÚTELSTJÚRI HÚTELS ÍSAFJARÐAR: íslendingar að uppgötva Uestfirði . að var ánægjulegt að á þessu ári vom gerðar miklar |endurbætur á húsakynnum hótelsins. Herbergi vom gerð upp og breytingar vom gerðar á anddyri og gesta- móttöku í framhaldi af miklum lagfæringum á veitingasal í fyrra. Hótelið er því allt eins og nýtt, með björtum og fallegum herbergjum og glæsilegum veitingasal og án efa með bestu hótelum landsins. Samhliða þessu hefur verið unnið mikið starf hjá ferðaþjónustu- aðilum og ísafjarðarbæ til að kynna svæðið fyrir fundi og ráðstefnur. Þessi markaðs- vinna hefúr nú þegar skilað sér í fleiri fundum og ráðstefnum og mikilli ánægju fundarmanna sem sækja okkur heim. Islendingar em smátt og smátt að gera sér grein fyrir þvi að það er spenn- andi að ferðast um Vestfirði, m.a. vegna bættra vegasamgangna á undanfömum missemm. Ég vona að við munum sjá framhald á þessari þróun sem lengir ferðamannatímabilið hér á svæðinu. Við tökum líka þátt í ýmsum spennandi þróunarverkefnum á sviði ferðaþjón- ustu sem við vonum að skili sér í auknum viðskiptum. Þar má nefna þróun ýmiss konar óvissuferða og ferða þar sem lögð er áhersla á þjónustu sem er öðm vísi eða sem ekki er boðið upp á annars staðar á landinu. Nýlega kom upp á borðið áhugavert verkefni tengt norðurljósunum sem á eftír að þróast. Ferðaþjónustan á eftir að eflast á nýju ári ef þróun gengis og aðrar ytri aðstæður verða okkur hagstæðar. Við Islend- ingar eigum því láni að fagna að landið er vinsæll áfanga- staður og eins og unga fólkið segir er landið „hipp, cool, trendy og töff‘ í dag hjá útlendingum. Það gladdi okkur mjög þegar ættingjar og vinir alls staðar að af landinu samglöddust okkur með því að koma í veislu, þegar Ólafur maðurinn minn hélt upp á 50 ára afmæli sitt í sumar. Ekki má gleyma ótrúlega góðu sumri hér á Vest- fjörðum með sólskini og hlýindum.lH
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.