Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2004, Blaðsíða 72

Frjáls verslun - 01.11.2004, Blaðsíða 72
gjafar frá stjómendum og tryggja að þær upplýsingar, sem stjómin fær um rekstur, hag og framtíðar- horfur félags, gefi glögga mynd af stöðu félags hveiju sinni. Ekki þarf að taka fram að eðlilegt og nauðsynlegt er að nefndarmenn hafi sérfræðiþekkingu á sviðinu, þ.e. hafi staðgóða þekkingu á reikningshaldi og ársreikninga- gerð. Eðlilegt er að hafa utanað- komandi aðila í nefndinni sem em óháðir félaginu, en hún sé ekki skipuð af aðilum innan úr félaginu. Reglur af þessum toga er að finna í leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja sem komu út fyrr á árinu á vegum Verslunarráðs, SA og Kauphallar Islands. b. Setja upp sérstakt áhættu- stýringakerfi. Hanna sérstakt áhættustýring- arkerfi í samræmi við rekstur félagsins til að fá samandregnar upplýsingarumhinaýmsaáhættu- þætti í rekstrinum með reglulegu millibili. I því kerfi myndi hvert svið félagsins taka saman sér- staka áhættuþætti hveiju sinni. Slíkt áhættustýringarkerfi yrði að laga að hveiju félagi. Stjóm fær þá samandregnar upplýsingar um áhættur í félaginu og metur hvort bregðast þurfi við upplýs- ingunum, t.d. með endurbótum eða með því að kalla til utanað- komandi sérfræðinga. Brol á eftirlitsskyldu stjórnar- manna Þótt stjómarmenn sinni ekki eftirlitskyldu sinni er ekki þar með sagt að tjón verði. Vera má að allt sé í svo góðum farvegi innan félagsins að ekkert gæti farið betur, það er þó ekki hægt að stóla á að svo verði, áföll gera ekki boð á undan sér. Öll félög þurfa á aðhaldi og eftir- liti að halda og allir verkferlar þurfa að vera til endurskoðunar reglulega í okkar síbreytilega starfsumhverfi. Brot á eftirlitsskyldu, sem leiðir til tjóns eða brota á lögum, getur leitt til refsiábyrgðar og/eða skaða- HRI) 1947:81 G. Helgason & Melsted hf. Verðlagsbrot hafði verið framið hjá félagi og voru þrír stjórnarmenn sóttir til saka vegna þess. Tveir stjórnarmenn voru sak- felldir í héraði en einn sýknaður. Byggt var á fullyrðingu hans að hann hefði lítinn þátt tekið í störfum félagsins, verið ókunn- ugt um verðlagsbrotin og ekki verið með í ráðum um ákvarðanir um vöruverð hjá félag- inu. Hæstiréttur sakfelldi stjórnarmanninn, í dómnum kom fram: „Verður að gera þær kröfur til hennar, að hún aflaði sér vitneskiu um rekstur félaqsins í höfuðdráttum. Átti henni því að vera kunnugt um verðlagsbrot félagsins sem framið hafði verið að staðaldri í langan tíma.“ (undirstrikun höfundar). HRD 1963:674 Olíufélagið og Hið íslenska steinolíufélag. Framkvæmdastjóri félagsins hafði verið dæmdur fyrir það að hafa um langt skeið flutt inn vörur til landsins sem ranglega voru hag- nýttar af félögunum eða framkvæmdastjórum persónulega. Þannig höfðu verið höfð af ríkis- sjóði aðflutnings- og tollagjöld. í dóminum var felld ábyrgð á stjórnarmenn, og kom þar fram: „Ákærðu fóru allir með fyrirsvar fyrir Olíufélagið hf. og Hið íslenska steinolíufélag. Verður því að gera þær kröfur til þeirra, að beir hefðu eftirlit með rekstri félaaanna í meainefnum. Hinn ólöglegi innflutningur fór fram að staðaldri um lanqan tíma. Er því sýnt, að skort hefur á eftirlit af þeirra hendi. Verða þeir því að bera refsiábyrgð ...“ (undirstrikun höfundar). HRD 1992:560 Töggur Ákæra var gefin út á hendur stjórnendum og lögmanni fyrir margvíslegar sakir, m.a. vegna stórfelldra vanskila á söluskatti. Maki stjórnarformanns og framkvæmdastjóra sat í stjórn félagsins. Fáir fundir voru haldnir og ekki var deilt um að makinn kom ekki nærri rekstri félagsins. Stjórnarmaðurinn var hins vegar sakfelldur vegna vanskila félagsins á söluskatti. í dómi Hæstaréttar segir: „Verður ...að aera bær kröfur til hennar. að hún aflaði sér vitneskiu um rekstur félaqsins í höfuð- dráttum. Mátti henni vera kunnugt um vanskil félagsins á söluskatti, sem stóðu um lanqan tíma. Verður að telja að hún hafi vanrækt eftir- litsskyldu sína, og ber því að sakfella hana ..." (undirstrikun höfundar). Annar stjórnarmaður var hættur störfum hjá félaginu og var að reyna að losa sig úr því. Fáir stjórnarfundir voru haldnir og söluskattsskil voru þar ekki til meðferðar. Þótti því ekki nægi- leg ástæða til að leggja refsiábyrgð á hann. Hér sem fyrr er stjórnarmaður sakfelldur vegna brota sem stóðu í langan tíma, fyrir að hafa vanrækt eftirlitsskyldu sína. Ljóst er að dómstólar skoða þátt hvers stjórnarmanns sérstaklega. bótaábyrgðar einstakra stjómarm- anna og þá yrði skoðaður þáttur hvers stjómarmanns um sig. Hin almennu lagaskilyrði refsiábyrgðar og bótaábyrgðar þurfa eðlilega að vera til staðar. Við slík brot gæti félagið auk þess fengið á sig t.d. sektir eða skaðabótakröfu - auk þess myndi félagið bíða álitshnekki þegar máfið kæmi upp á yfirborðið og slík mál valda iðulega raski meðal starfsmanna og óþægindum í rekstri félagsins. Dómaframkvæmdir Eins og fram hefur komið þá er ábyrgð stjómarmanna ekki ný af náfinni og í reifun hér fyrir neðan em teknir þrír dómar á tímabifinu 1947 til 1992 þar sem refsiábyrgð var felld á stjómar- menn vegna brota á eftirfitsskyldu. Oumdeilt var að þeir höfðu ekki tekið þátt í brotum félaga en það dugði þeim ekki til vama. Hafa ber í huga að um refsidóma er að ræða og ríkari kröfur em gerðar í sakamálum en í bótamálum til sakfelfingar. Loks ber að hafa í huga að það er ákæm- valdið sem tæki ákvörðun urn hvort ákæra yrði gefin út á stjómarmenn og þurfa þá öll almenn skilyrði refsi- ábyrgðar að vera til staðar og þáttur hvers stjómarmanns yrði metinn sjálfstætt Mikilvægi góðra stjórnarhátta í lokin er mikilvægt að árétta að stjómarhættir em ekki einkamál stjómar eða forstjóra félags. Þeir em mikilvægir fyrir alla hluthafa, stóra sem smáa, fyrir viðskiptavini, kröfuhafa, opinbera hagsmuni og fyrir orðspor viðskiptalífsins. Einnig skiptir sköpum fyrir starfsmenn og stjómarmenn félags að hafa stjómar- hætti í góðu lagi og vera sífefit vak- andi fyrir breytingum á umhverfi og rekstri félagsins. Innra efdrfit gegnir mikilvægu hlutverki, það þarf að vera í sífelldri endurskoðun, að öðmm þáttum ólöstuðum. Grein þessi em rituð upp úr erindi sem var flutt á morgunverðar- fundi Verslunarráðs Islands 8. desember sl.HD 72
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.