Frjáls verslun - 01.11.2004, Síða 84
'ílííiiíiiiTUlíIMIilHI.
Bærinn Ráðagerði, sem Steindór Einarsson var frá, stendur enn. Hann er nú á baklóð við Sólvallagötu. Ljósm. SHH.
GK-21, Buick frá Steindóri, líklega árgerð 1926 eða 1927. Bílar Steindórs voru
framan af skráðir á GK (Gullbringu-og Kjósarsýslu). Myndin er í eigu Ólafs G.
Karlssonar, en faðir hans, Karl Pálsson frá Eiði í Mosfellssveit, var einn af fyrstu
bílstjórum landsins.
R-1069,18 manna Chevrolet '37 frá Steindóri. I skoðunarbók Bifreiðaeftirlitsins
frá 1940 er skrifað í athugasemd að þessi bíll sé á Akranesi. Það þýðir að hann
hefur verið á norðurleiðinni, sem á þeim tíma var milli Akureyrar og hafnanna
við norðanverðan Faxaflóa. Myndinni fylgdi að ökumaðurinn héti Halldór
Gunnlaugsson en það hefur ekki verið staðfest. Eigandi myndar er Ólafur
Tryggvason frá Ytra-Hvarfi í Svarfaðardal.
bíó var rekið í útbyggingu frá hótelinu. Við
hótelið söfnuðust því allir leigubílar bæjarins
saman á kvöldin og það svo að ami varð af.
Steindór fékk þá húsnæði undir stöð sína við
Aðalstrætið aðeins nær sjónum, á suðurhomi
Hafnarstrætis, þar sem hún var síðan - en
Hlöllabátar standa nú, í árslok 2004.
Kristján á Akureyri hlaut líka konungstign
Steindór var annar tveggja Islendinga sem
fékk viðumefnið Bílakóngur. Hinn var Kristján
Kristjánsson á Akureyri. Vissulega var Kristján
kóngur í sínu ríki og um tíma harðsnúinn keppi-
nautur Steindórs á leiðinni milli Akureyrar og
Faxaflóasvæðisins. En þótt veldi hans væri
óumdeilt og umsvifin mikil hlýtur þó konung-
dæmi Steindórs að teljast hið meira af þessum
tveimur. Árið 1920 átti hann 11 bíla. 1930 var
talan komin í 35 bíla. 1935 vom Steindórsbílar
orðnir 62 en 1938 vom þeir sagðir 72, þar af
30 bílar 18 og 22 sæta. Hitt vom fólksbílar, 5
og 7 manna.
I tímaritinu Samtíðinni birtist greinaflokkur
árin 1937 og 1938 um landsnámssögu bílanna
á Islandi, þar sem Sigurður Skúlason magister
rekur þessa sögu eins og hún kemur honum
fyrir sjónir. Þar staðhæfir hann meðal annars
að enginn í víðri veröld slái Steindóri við í
bílaeign. Bílastöðvar úti um heiminn séu hluta-
félög eða samvinnufélög en Steindór eigi bíla-
stöðina einn og þar með alla hennar bíla.
Kristján Kristjánsson haslaði sér snemma
völl í bílgreininni með bílaútgerð, bílasölu og
bílaverkstæði og var því oft kallaður Kristján
bílakóngur. Heimamenn nyrðra kölluðu hann
þó allt eins gjaman Kristján Biming sem
84