Frjáls verslun - 01.11.2004, Page 90
Þemað í skreytingum Harrods í ár er ævintýri. Og hér er ein
útfærslan borin á borð.
Jagúarinn er í stíl við glæsibúðina, en það er spurning hvort
bílastæðið gefur rétta mynd af stöðu enskra öryrkja.
þvi miHjónakostnaður Fayeds í nóvember var hluti af síðustu reki-
stefnunni: Tmy hélt því fram að Fayed hefði farið í einkabanka-
hólf hans.Tmys, í Harrodsbankanum og tekið þaðan skjöl og
skartgripi. Fayed og flórir samstarfsmenn hans voru handteknir,
málið féll niður en sagt að Fayed hefði borgað ekkju Rowlands
bætur. I staðinn fór Fayed í mál við lögregluna. Málið var dæmt
rakalaust 2002, en Fayed þráaðist við og sat því uppi um daginn
með flögurra milljón punda reikning.
Fayed er kominn af miilistéttarQölskyldu í Egyptalandi, feddur
1929, þó hann viðurkenni ógjaman að vera kominn yfir sjötugt.
Þegar rannsóknarblaðamaðurinn Tom Bower skrifaði ósam-
þykkta ævisögu Fayeds var það stórfellt rannsóknarefni að grafa
í gegnum múr sögusagna sem Fayed hefur sveipað sig með.
Fayed virðist hafa auðgast á verktakastarfsemi og verslun. Hann
vann fyrir auðmanninn Adnan Kashoggi sem var stöðugt blaða-
efni á 7. og 8. áratugnum fyrir glæsilífemi og ljósfælin viðskipti.
London lokhaði Fayed En London lokkaði og hann flutti hingað
1974. Sagt er að um það leyti hafi hann bætt A1 í nafnið sitt, sem
er arabískur heiðurstitill. Hér stundaði hann viðskipti af kappi,
keypti Ritz hótelið í París 1979 og keypti sig inn i fyrirteki hér,
sem á endanum leiddi til eignarhaldsins á Harrods. Þó Tmy hafi
ekki haft erindi sem erfiði við að rifta kaupunum þá hefur iðulega
komið fram í fjölmiðlum hér að Fayed hafi í kaupferlinu gefið
rangar upplýsingar.
Öll þessi átök hafa þó ekki aðeins kostað Fayed fé heldur
hafa einnig vafalaust orðið til þess að hann hefur aldrei fengið
breskan ríkisborgararétt í fyrra tilkynnti hann að hann hygðist
flytja til Sviss, en sagði um leið að hann væri ekki á skattaflótta
því hann gæti ekki flúið land, sem hann hefði aldrei verið ríkis-
borgari í. í nýlegu viðtali við CNN sagðist Fayed ekkert vera
fluttur til Sviss - en staðreyndin er þó að án ríkisfangs hér má
hann aðeins dveljast hér 90 daga á ári.
Skattadæmið er enn einn hluti af enskri sögu Fayeds. Um
árabil hefur Fayed notið þeirra hlunninda, sem ýmsir eriendir
auðmenn hér njóta, að erlendar tekjur þeirra em skattlagðar
með föstu gjaldi, ekki eftir fi-amtali. Þessi hlunnindi missti hann
en uppskar litla samúð. í einu blaðanna var sagt að hann gæti alla
vega ekki kvartað undan meðferðinni hér, þvi hann hefði verið
jafn dekraður af skattinum og drottningin.
Hlunnindamissirinn var afleiðing málaferla við íhaldsþing-
manninn Neil Hamilton. Fayed hafði borgað honum og nokkmm
öðmm þingmönnum fyrir að bera upp spumingar í þinginu sér
í hag. Svo sinnaðist Fayed við Hamilton, ljóstraði upp um fyrir-
komulagið og málið varð gríðarlegur hnekkir fyrir íhaldsflokk-
inn sem var þá í stjóm. Hamilton fór í mál - tjölmiðlar kölluðu
málaferðin lygari gegn lygara’ - en tapaði. Hamilton hafði því á
endanum betur: Hann sendi skattaupplýsingar úr málaferlunum
áfram og seint og um síðir missti Fayed skattaívilnunina. í BBC-
sjónvarpsþætti í vor um skattamál Fayeds var niðurstaðan sú að
Frjáls i fjölskylduferðum með AVIS í útlöndum
Kynntu þér AVIS tilboðin á fjölskyldubílaleigubílum, stórum eða litlum áður en
þú ferð í sólarlandaferðina með alla fjölskylduna. Pantaðu AVIS þílinn sjálfur
á netinu www.avis.is og sjáðu kostnaðinn strax. jm ■ r i ■*
Þú getur líka pantað þ(l með einu símtal í síma 591 4000. MjA
A VIS Knarrarvogi 2 • 104 Reykjavík • sími 591 4000 við gerum betur
90
i