Frjáls verslun - 01.11.2004, Page 93
kaupir Hörpu Sjöfn
Magnús Helgason, þáverandi stjórnarformaður, ávarpar gesti
á 60 ára afmæli félagsins.
Tæknin var óneitanlega önnur í gamla. Við Skúlagötuna var
Harpa á sjö gólfum, en núna á einu gólfi. Myndin er líklegast
tekin upp úr 1960.
Eigendur Hörpu Sjafnar voru Helgi
Magnússon, framkvæmdastjóri
fyrirtækisins, og nánustu ættíngjar
hans sem áttu 77% og Þóra Guðrún
Oskarsdóttír, dóttír eins stofnanda Hörpu
og flölskylda hennar, sem áttu 23%.
Gamla verksmiðja Hörpu var í áratugi við Skúlagötu 42. Þar eru núna
höfuðstöðvar ríkislögreglustjóra.
hf. öll hlutabréf norðanmanna í Hörpu Sjöfn hf. og
hefur fyrirtækið síðan verið alfarið í eigu tveggja Qöl-
skyldna þar til nú. Voru eigendur Helgi Magnússon,
framkvæmdastjóri fyrirtækisins, og nánustu ættingjar
hans sem áttu 77% og Þóra Guðrún Óskarsdóttir,
dóttir eins stofnanda Hörpu og fjölskylda hennar,
sem áttu 23%. Var því um að ræða fjölskyldufyrirtæki
í þröngu eignarhaldi.
Hluti af mínu lífi Helgi Magnússon er þekktur maður í íslensku
viðskiptalífi. Hann er löggiltur endurskoðandi og starfaði sem
slíkur til ársins 1987 er hann var ráðinn ritstjóri Frjálsrar versl-
unar. Því starfi gegndi hann til ársins 1992 eða þar til hann tók við
starfi framkvæmdastjóra Hörpu hf. af föður sínum. Helgi hefur
verið bankaráðsmaður í íslandsbanka hf. síðustu átta árin og á
meðal annars sæti í stjóm Iifeyrissjóðsins Framsýnar og í stjóm
Samtaka iðnaðarins.
L
93