Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2004, Page 97

Frjáls verslun - 01.11.2004, Page 97
Þar sem fyrirtækin höfðu keypt erlend fyrirtæki með rannsókna- og þróunardeildum, þá hafði þeim deildum í mörgum tilfellum annaðhvort verið lokað eða starfsemi þeirra skorin niður. í sumum tilfellum hafði hluti af þeirri starfsemi, sem fram fór í þessum deildum, verið fluttur hingað heim í meginrannsókna- og þróunardeildir fyrir- tækjanna í höfuðstöðvunum. Þessi hegðun íslensku fyrirtækjanna er ólík því sem fram hefur komið í rannsóknum sem gerðar hafa verið á alþjóða- væðingu rannsókna- og þróunarstarfsemi hjá erlendum hátæknifyrirtækjum, sérstaklega þeim fyrirtækjum sem koma frá fámennum þjóðum. Það mynstur, sem hefur verið greint erlendis, er að leið- andi hátæknifyrirtæki frá fámennari þjóðum, sem hafa sína helstu markaði erlendis, alþjóðavæða stóran hluta eða að öllu leyti rannsókna- og þróunarstarf- semi sína. Markmiðið með því er að hafa þessa starfsemi annaðhvort nær helstu mörkuðum fyrirtækisins eða í svokölluðum „nýsköpunarklösum", þ.e. í umhverfi þar sem mörg alþjóð- leg fyrirtæki eru staðsett og örust tækniþróun á sér stað innan ákveð- innar tæknigreinar. Þessar aðstæður eru ekki fyrir hendi á íslandi og geta því ekki útskýrt hegðun íslensku fyrirtækjanna. Vakti því áhuga okkar að rannsaka hvort ástæður þessarar hegðunar væri að finna í því nýsköpunarumhverfi á Islandi sem þessi fyrirtæki starfa í. Nýsköpunarumhverfið, eins og það er skilgreint í verkefn- inu, samanstendur af háskólum í landinu, opinberum rann- sóknastofnunum, stjórnvöldum og íslenskum nýsköpunar- fyrirtækjum. Það mynstur, sem hefur verið greint erlendis, er að leiðandi hátæknifyrirtæki frá fámennari þjóðum, sem hafa helstu markaði sína erlendis, alþjóðavæða stóran hluta eða að öllu leyti meginrannsókna- og þróunarstarfsemi sína. HELSTU NIDURSTÖÐUR • Athugun leiddi f ljós að fyrirtækin hafa mjög sterk tengsl á ýmsum sviðum við hið íslenska nýsköpunarumhverfi og meginstoðir þess. • Milli fyrirtækjanna sjálfra eru töluverð tengsl, þá helst óformleg milli starfsmanna fyrirtækjanna. Upphaf þessara tengsla má oft rekja til námsára starfsmannanna við Háskóla Islands. • Tengsl milli fyrirtækjanna og háskóla, sérstaklega Háskóla íslands, voru áberandi sterk og á mörgum sviðum. Má td. nefna að Háskóli íslands menntar og þjálfar bróðurpart þess starfsfólks sem starfar við rannsókna- og þróunarstarfsemi í hátæknifyrirtækjunum. • Einnig er nokkuð um að starfsmenn þessara fyrirtækja séu stundakennarar f háskólunum. Tengsl fyrirtækjanna við opinberar rannsóknastofnanir voru til staðar en hafa farið minnkandi í samræmi við aukinn vöxt fyrirtækjanna. • Tengslin milli fyrirtækjanna og stjómvalda vom metin góð og regluleg. Helst nefhdu fyrirtækin að aðgengi að ráð- herrum og öðrum ákvarðanatökuaðilum í íslenska stjóm- kerfinu væri gott, sem væri forsenda þess að hægt væri að skapa góð tengsl miili atvinnulífs og stjómvalda. • Fyrir utan þessi tengsl fyrirtækjanna við helstu stoðir nýsköpunammhverfisins, komu fram ýmsar aðrar ástæður fyrirsterkumtengslumfyrirtækjannaviðíslensktnýsköpunar- umhverfi. Má þar sem dæmi nefna að fyrirtækin vom öll stofnuð á íslandi og hafa vaxið í þessu umhverfi. Það er því ekki óeðlilegt að sterk tengsl hafi myndast þama á milli á þeim tfrna. • Einnig kom fram að þar sem íslendingar em í miklum meiri- hluta, bæði sem stjómendui' og hluthafar í fyrirtækjunum, þá sé vilji fyrir því að reka meginstarfsemi fyrirtækjanna á sviði rannsókna og þróunar í umhverfi sem þeir þekkja og geta haft áhrif á. • Sfjómvöld hafa haft töluverð áhrif á þá ákvörðun fyrirtækj- anna að flytja ekki meginrannsókna- og þróunarstarfsemi sína til útlanda. Kom fram að stöðugleiki í efnahagsmálum og takmörkuð afskipti stjómvalda hefðu þar mikil áhrif. Eins hefur aðild íslands að alþjóðlegum sáttmálum skapað hagstæðari skilyrði fyrir rannsókna- og þróunarstarfsemi á íslandi, helst má þar nefna aðild íslands að Evrópska efna- hagssvæðinu. • Aðgangur að fjármagni til nýsköpunar og útrásar hefur skipt töluverðu máli fyrir fyrirtækin, bæði í gegnum íslenska hluta- bréfamarkaðinn og sem lánsfé frá íslenskum bönkurn. • Ásókn íslenskra námsmanna í framhaldsmenntun erlendis kom einnig fi'am sem ástæða fyrir ákvörðun fyrirtækjanna. Þetta hlutfall er mun hærra á Islandi en í öðmm Evrópu- löndum og hlutfall nemenda sem snýr aftur heim úr námi til starfa í íslenskum fyrirtækjum er hátt Skapast því verðmæt alþjóðleg þekking og reynsla innan fyrirtækjanna sem getur dregið úr þörf þeirra fyrir að flyfjast úr landi. Kostnaður við rannsókna- og þróunarstörf er einnig lægri á íslandi en í þeim löndum þar sem lykilmarkaðir fyrirtækjanna em. 33 97
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.