Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2004, Page 98

Frjáls verslun - 01.11.2004, Page 98
Tengsl fyrirtækjanna, sem við skoðuðum, við nýsköpunar- umhverfið voru rannsökuð, með það að markmiði að draga álykt- anir út ffá því hvort þessi tengsl gætu útskýrt hegðun fyrirtækj- anna. Þar sem fyrirtækin höfðu keypt erlend fyrirtæki með rannsókna- og þróunardeildum, þá hafði þeim deildum í mörgum tilfellum annaðhvort verið lokað eða starfsemi þeirra skorin niður. Munu þau fylgja mynstri erlendu rannsóknanna? Án nokkurs vafa er hægt að álykta að þau fimm fyrirtæki sem skoðuð voru, hafa fengið mikið út úr þeim tengslum sem þau hafa byggt upp við helstu stoðir íslenska nýsköpunarumhverfisins í gegnum tíðina. Eins hafa þau fengið að stunda sína vinnu í friði hér á landi, fjarri stórum samkeppnisaðilum, í umhverfi sem þau sjálf hafa tekið virkan þátt í að móta. Við teljum því að á meðan íslensku hátæknifyrirtækin ná að uppfylla þau vaxtarmarkmið sem þau setja sér og á meðan íslenska nýsköpunarumhverfið sér þeim fyrir því sem þau þarfnast í sinni þróunarvinnu, þá muni meginstarfsemi þeirra á sviði rannsókna og þróunar verða hér á landi. En að teknu tilliti til þess að fyrirtækin muni vaxa áfram á sama hraða og undanfarin ár, þá teljum við að í framtíðinni verði íslenska nýsköpunarumhverfið of lítið fyrir þessi fyrir- tæki. Astæður eru þær að ijármunir til nýsköpunar á íslandi eru takmarkaðir og erfitt að réttlæta að þeim sé beint í ákveðnar tæknigreinar umfram aðrar í miklum mæli. Sem dæmi má nefna að íslenskar rann- sóknastofnanir eru einfaldlega of litlar umfangs til að geta sinnt stórum verk- efnum fyrir þessi fyrirtæki. Þeirra hlut- verk er frekar að hjálpa einstaklingum og smærri fyrirtækjum með ólíkar hugmyndir úr ólíkum greinum að komast á fót. Líklegt má hins vegar telja að íslensku hátæknifyrirtækin muni þurfa á því að halda að starfa nálægt stórum rannsókna- stofnunum sem geta sinnt þörfum þeirra. Við teljum að eftir- spum fyrirtækjanna eftir rannsóknafólki geti orðið það mikil að íslenska nýsköpunarumhverfið eigi erfitt með að uppfylla þær þarfir þar sem oft er krafist mjög sérhæfðs starfsfólks til rannsóknastarfanna. Að lokum má ætla að það verði fyrirtækjunum nauðsyn- legt, t.d. sökum aukinnar samkeppni á helstu mörkuðum þeirra, að stunda meginrannsókna- og þróunarstarfsemi sína í erlendum „nýsköpunarklasa". Eins má telja líklegt að flutningur rannsókna- og þróunar- starfsemi nær lykilmörkuðum verði óhjákvæmilegur í fram- tíðinni til að stytta boðleiðir milli helstu viðskiptavina og meginrannsókna- og þróunarstarfsemi fyrirtækjanna. SU Umslagapökkunarvélar Pappírsbrotvélar Dl 200 Tveir ílagsbakkar fyrir bréfsefnið. Bakki fyrir forbrotið efni. Bakki fyrir umslögin. Bakki fyrir hraðísetningu. 900 ísetningar á klukkustund. Brýtur bréfið, setur í umslag og lokar því. Sjálfvirkt! Notið tímann í annað þarfara en að gera þetta í höndunum! Sparar ótrúlega mikla vinnu. Sparar yfir 10 tíma í vinnu fyrir hver 5,000 brot. Afkastageta 8,400 brot á klukkustund. 20 sinnum hraðvirkari en mannshöndin. Möguleiki á allt að 12 mismunandi brotum. DF400 óö 1 I nútíma fyrirtækjarekstri þar sem tíminn skiptir máli er þörf á öflugum skrifstofutækjum. Umslagapökkunarvélar og brot- vélar spara mikinn tíma og vinnu þegar senda þarf út póst. Ctte C. Arnar ehf. illit ^ftfp Pitney Bowes - 57 ár á Islandi Ármúla 29- 108 Reykjavík Sími: 588 4699 - fax: 588 4696 Vefsíða: oba.is - netfang: oba@oba.is 98
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.