Frjáls verslun - 01.11.2004, Side 117
verði, eins og í fríhöfnunum, til að laða viðskipta-
vinina inn í víndeildimar. Mikilvægt er þó að
muna að fara í rauða hliðið í Keflavík þegar heim
er komið og greiða opinber göld af víninu. Það
borgar sig að kaupa nokkrar flöskur og borga af
þeim ef um gott og áhugavert vín er að ræða.
Vín sem fjárfesting Ég er oft spurður að því
hvort borgi sig að fjárfesta í víni. Við þeirri spum-
ingu er aðeins eitt svar. Nei. Þar sem hér á landi er rikiseinokun
á sölu áfengis og á áfengi em lagðir ofurskattar, gilda hér ekki
eðlilegar leikreglur frjáls markaðar. Hins vegar getur vín verið
góð persónuleg fjárfesting, ef svo má að orði komast.
Fyrir nokkmm ámm keypti ég í Edinborg nokkrar flöskur
af Chateu Margaux, mig minnir að ég hefi greitt um 18 fynr
hveija flösku. Nú er hins vegar flaskan á um 60 - 80. Þetta er
svo sannarlega góð ávöxtun. Hins vegar vom nú flöskumar
sem ég keypti aðeins þrjár, þannig að það borgar sig nú varla
að fara með þær aftur út og selja þær, þvi samkvæmt lögum má
ég ekki selja þessar flöskur.
Mjög mikilvægt er að afla sér góðra upplýsinga um vínteg-
undir. Það er svo mikið af víni á markaðnum að það er ekki auð-
velt að henda reiður á því að fylgjast með. Best og auðveldast
er að leita upplýsinga og fræðast í fagtímaritum um vín. Wine
Spectator er bandarískt vínblað sem hægt er að fá í betri bóka-
verslunum. Einnig er hægt að fá nánari upplýsingar á www.
winespectator.com . Decanter er breskt vínblað og af mörgum
talið besta víntímarit heimsins. Það er því miður ekki selt hér á
landi en hægt er að fá allar upplýsingar á www.decanter.com.
HvítVÍn Athyglisvert hvítvín er Marimar Chardonnay. Þetta
vin er frá Kalifomíu, nánar tiltekið Russian River. Þetta er þurrt
vín með góðri snerpu og ljúfu ávaxtabragði; melóna, greip
og banani. Þetta vín er frá árinu 2000 og yrði betra og áhuga-
verðara ef það væri geymt í um eitt ár í viðbót, þó að það megi
drekka það núna.
Chanson Pemand - Vergelesess er dæmi um hin frábæm
hvítvin frá Burgud eða Bourgogne. Þetta er einstaklega bragð-
mikið og ferskt vín með vægu eikarbragði og þéttu smjör- og
ávaxtabragði. Þetta er aldeilis frábært vín sem bara á eftir
að batna. Annað frábært vín; sennilega eitt besta hvítvínið í
Vínbúðum ÁTVR er Clos des Mouches frá hinu virta vínhúsi
Joseph Drouhin. Þetta stórbrotna vin er með þægilegu eikar-
bragði, þurrt en með flóknu ávaxtabragði. Athyglisvert vín frá
Spáni, nánar tiltekið Rioja, er Allende. Þetta er kröftugt vín með
góðri sým og eik; af vininu er skemmtilegt bragð af rabarbara
og þurrkuðum apríkósum. Ekki sakar það að þetta vin, Allende,
er á góðu verði eða kr. 2.140. Áhugavert og einkar ljúft vín er
Sander Riesling Spátlese. Þetta er sætt vín, en ferskt, með kitl-
andi ávaxta- og kryddbragði. Þetta vín er góður fulltrúi þýskra
gæðavína.
Rauðvín Eins og áður hefur komið fram, er meira
úrval af áhugaverðum rauðvínum en hvítvínum í Vínbúðum
ÁTVR. Dæmi um vín á góðu verði sem þarf að geyma í
a.m.k. tvö ár, er argentínska
vínið Urban. Þetta er tanín-
ríkt vin með mögnuðu beija-
og kryddbragði; gott kjötvín.
Frá Barossa í Ástralíu kemur
frábært vín frá víngerðar-
manni ársins í Ástralíu; Peter
Lehmann. Þetta er í einu orði
sagt flott vín sem hefur alla
góða kosti áströlsku vínanna til að bera. Vín þetta kallar Peter
Lehmann Mentor. Þetta er dimmrautt vín með flóknu krydd-
bragði og bragði af súkkulaði og karamellu.
Annað vín í hæsta gæðaflokki er Joseph Phelps Merlot
frá norðurströnd Kaliforníu. Þetta er létt og þægilegt vín sem
fellur vel að smekk flestra. Chilevinið Santa Rita Casa Real 1009
er úrvalsvín, vel varðveitt leyndarmál í Vínbúðunum. Þetta er
dimmrautt vin og kröftugt. Bragðið er flókið, vottar fyrir tóbaki
og þurrkuðum ávöxtum, en einnig svörtum pipar og negul.
Þetta er gott dæmi um vín sem kjörið er að eiga í vínkjallar-
anum. Chateau Petit-Village frá Pomerolhreppi í Bordeaux er
svo sannarlega frábært vín, en dýrt. Þetta vin er árgerð 2000 og
kostar kr. 7.590. Að minu mati er þetta of hátt verð, allt of hátt.
Hins vegar á þetta vin eftir að verða stórt eftir svona fjögur til
fimm ár. Annað stórt vin frá Bordeaux er Pauillac vinið Chateau
Pichon-Dingueville - Baron. Þetta er eitt af stóru vínunum, en
dýrt, kr. 5.990. Það svíkur ekki, hverrar krónu virði og mun
verða æ betra með árunum. Vissulega þarf að bíða nokkuð
lengi; eða ijögur til sex ár.
Spænska vínið Guelbenzu Lautus 1998 er athyglisvert vín frá
Navarra héraði. Það kemur ánægjulega á óvart Af þessu ágæta
víni er þægilegt eikarbragð og það hefur góða fyllingu. Þetta vín
er árgerð 1998, en það yrði mun betra ef það væri látið þroskast
svona í tvö ár í viðbót. S3
Sigmar B. Hauksson mælir með
eftirtöldum víntegundum:
Hvítvín
Marimar Chardonnay kr: 2.790
Chanson Pernand-Vergelesses kr. 3.490
Beaune Clos des Mouches kr. 4.990
Allende kr. 2.140
Sander Riesling Spatlese kr. 2.240
Rauðvín
Urban kr. 1.640
Peter Lehmann Mentor kr. 2.890
Joseph Phelps Merlot kr. 4.480
Santa Rita Casa Real 1998 kr. 4.890
Chateau Pichon-Longueville-Baron kr, 5.990
Guelbenzu Lautus 1998 kr. 4.770
Frábært er, ef unnt er, að geyma
vínið á frekar köldum stað eða
við u.þ.b. 8 - 10°C. Ef nokkur
kostur er þá þarf hitastigið
helst að vera undir 14°C. Vín
sem geymt er við hærra hitastig
þroskast mun hraðar.