Frjáls verslun - 01.11.2004, Side 118
,Nýverið voru áfengisgjöld af sterkum vínum hækkuð og ætla má að með þessum auknu gjöldum muni neyslan stýrast enn
meira í átt að léttum vínum.
FV-mynd: Geir Ólafsson
Guðrún Björk Geirsdóttir
hjá Austurbakka
Ettir ísak Öm Sigurðsson
usturbakki var stofnaður
^Wárið 1967 af Áma Áma-
^^syni og Íjölskyldu. Árið
1983 tóku sonur Áma, Ámi
Þór Ámason, við fyrirtækinu,
ásamt Valdimar Olsen. Undir
þeirra stjóm hefur fyrirtækið
dafnað og vaxið og árið 2000
var Austurbakki skráður
í Kauphöll íslands, enda þá
orðin ein af stærstu heildversl-
unum Islands," segir Guðrún
Björk Geirsdóttir, deildarstjóri
víndeildar hjá Austurbakka.
„Meðal markmiða fyrir-
tækisins er að auka virði
hlutaflár og gera fyrirtækið
að aðlaðandi ijárfestingar-
kosti. Austurbakki er afar
íjölbreytt fyrirtæki sem er
skipt í 6 deildir. Læknavömr,
lyf, iþróttavörur, dagvömr,
iðnaðarvömr og vín.“
Guðrún Björk hóf störf í
Hoflywood árið 1985 hjá Ólafi
Laufdal. „Ég kunni vel við
starfið og fór þvi að læra til
þjóns á Hótel Borg undir leið-
sögn Ólafs Laufdal." Guðrún
Björk lauk sveinsprófi frá
Hótel- og veitingaskóla íslands
árið 1990 og lauk einnig prófi
hjá Tölvuskóla Reykjavíkur
1994. „ í húsum Ólafs Laufdals
starfaði ég síðan til ársins 2002,
sem yfirþjónn á Hótel Borg og
Hótel Islandi (nú Broadway)
og síðustu árin sem fram-
kvæmdastjóri á sama stað.
Efdr 17 ára starf hjá góðum
vinnuveitanda var kominn
tími til að skipta um vettvang
og hóf ég störf hjá Austur-
bakka vorið 2002. í fyrstu sem
viðskiptastjóri í víndeild, en
tók síðan við stöðu deildar-
stjóra víndeildar nú í haust
Hlutverk mitt innan deildar-
innai- er meðal annars dag-
legur rekstur, samskipti við
erlenda birgja og innlenda
viðskiptavini, stefnumótun
og þróun deildarinnar. Starfið
er lifandi og skemmtilegt.
Hraðinn á þessum vettvangi
er mikill og starfið því krefj-
andi. Samkeppnin er gífurleg
á markaðnum og starfsemin
markast af stífum reglu-
gerðum, m.a. varðandi aug-
lýsingar. Vitund neytandans
er einnig alltaf að aukast hvað
varðar léttvin og léttvínsmenn-
ingu. Víndeild Austurbakka
hefur lagt metnað sinn í að
bjóða upp ýmsa fræðslu svo
sem um mat og vin, einstök
lönd og héruð, viskí, koníak
og fleira. Á næstu árum er
við þvi að búast að neyslu-
venjur haldi áfram að breytast
hjá almenningi. Nýverið voru
áfengisgjöld af sterkum vinum
hækkuð og ætla má að með
þessum auknu gjöldum muni
neyslan stýrast enn meira í átt
að léttum vínum.“
Guðrún Björk er gift Hall-
grími Óla Björgvinssyni sem
einnig starfar hjá víndeild
Austurbakka og eiga þau
tvær dætur sem eru 14 og
6 ára gamlar. „Frítíminn fer
að mestu leyti í að sinna búi
og bömum, enda em báðar
dætumar að æfa sund með
Fjölni. Töluverður tími fer í
fjáröflun og annað sem fylgir
íþróttaiðkun barnanna. Ég
reyni að fara á hveijum degi
í lfkamsrækt, annað hvort í
Laugar eða Spöngina, og þá
ýmist kl. 6 á morgnana eða í
hádeginu. Það að við hjónin
störfum á sama vinnustað
getur haft sína kosti og galla.
Vinnuálagið er stundum mikið
hjá báðum aðilum á sama tíma,
sem getur bitnar á bömunum.
Það hefur þó gengið vel að
koma þessu heim og saman
Við reynum þó að temja okkur
að ræða ekki vinnuna inni á
heimilinu, enda mikilvægt að
halda heimilislífinu og vinnu
aðskildu. Við reynum að ferð-
ast í frítíma okkar, innan og
utan lands, og verða þá gjama
heitari lönd fyrir valinu," segir
Guðrún Björk. S9
118