Morgunn - 01.12.1963, Blaðsíða 28
102
MOKGUNN
að. Takið eftir, hve sagan er lík sögunni af Shanti Devi.
Það er sagt, að Hollins hafi heimsótt foreldra tíu ára
gamallar stúlku í Delhi, sem staðhæfði að í fyrri jarð-
vist hafi hún verið gift manni nokkrum í Muttra. Hún
hélt þessu svo fastlega fram, að foreldrar hennar fóru
með hana til Muttra. Þegar þangað kom, fór stúlkan
með foreldrana rakleiðis að húsi nokkru, sem hún kvaðst
hafa átt heima í í fyrri jarðvist. Hún barði að dyrum
og miðaldra maður lauk upp dyrunum. „Þú ert eigin-
maður minn,“ sagði stúlkan óðara við hinn undrandi
mann. Hún minnti hann á að hún hefði verið barnlaus
í hjónabandinu með honum, og að eftir tíu ára hjóna-
band hefði hún dáið úr hitasótt. Maðurinn er sagður
hafa kannast við allt þetta.
Maður kynni að freistast til að halda, að hér sé um
eina sögu að ræða í tveim myndum. En það er ekki auð-
velt, þegar þess er gætt, sem sögunum ber á milli. í sögu
Samsons af Shanti Devi kemur „eiginmaðurinn“ heim
til stúlkunnar, en hér er það stúlkan, sem heimsækir
„eiginmanninn.“ Shanti Devi kvaðst hafa látið eftir sig
einn son, en síðari stúlkan kvaðst hafa verið barnlaus.
Er þá hér um sömu söguna að ræða? Sálarfræði helgi-
sagnanna, goðsagna og orðróms, sem víða fer, sýnir oss,
hverjum breytingum slíkar sögur taka í meðferð margra.
Er það alveg víst, að allt hafi gerzt með Shanti Devi
nákvæmlega eins og sagt er? E. t. v. hefir eitthvað yfir-
venjulegt skeð með stúlkuna, en er nauðsynlegt að skýra
það, sem sönnunargagn fyrir endurholdgun?
Indverskir sálarrannsóknamenn, eða parapsychologar,
henda stundum gaman að því, hve ferðamenn, sem aust-
ur koma, taka slíkar sögur trúarlegar, án þess að graf-
ast dýpra fyrir um uppruna þeirra og gildi. Land yoga
og dulspeki er lokkandi. Þannig tilfærir Roy Dixen-Smith
í bók sinni, „New Light on Survival,“ sögu sem hann
segir að birt hafi verið í „kunnu indverzk-brezku dag-
blaði.“ Sagan er sú, að lítil stúlka í indversku þorpi hafi