Morgunn


Morgunn - 01.12.1969, Page 6

Morgunn - 01.12.1969, Page 6
88 MORGUNN 1963, að báðum þeim árum meðtöldum. Frá ársbyrjun 1964 hefur séra Sveinn Víkingur haft á hendi ritstjórn tímaritsins. Um hálfrar aldar skeið hefur Morgunn flutt lesendum sín- um ekki aðeins ógrynni af frásögnum bæði innlendum og er- lendum um sálarrannsóknir, dulræn fyrirbæri og reynslu einstakra manna á þeim sviðum. Hann hefur einnig leitazt við að kynna mönnum rannsóknir nafnkunnustu erlendra vísindamanna á þessum fyrirbærum, og þær helztu tilgátur, sem fram hafa komið til skýringa á þeim. Hann hefur, sem fyrr segir, fyrst og fremst viljað vera útsýnisgluggi fyrir þá, sem vilja kynna sér sálræn fyrirbæri, svo og nýjustu rann- sóknir vísindamanna á hæfileikum manna til þess að skynja atburði og hugsanir, oft um langan veg, án aðstoðar hinna líkamlegu skynfæra, eða hin svonefndu ESP-fyrirbæri. Enn- fremur starfsemi miðla og önnur þau fyrirbæri, sem ótví- rætt benda til framhaldslífs eftir líkamsdauðann og sam- bands við látna ástvini. Tímaritið Morgunn er því og hefur jafnan verið fyrst og fremst fræðslurit um þau fyrirbæri og staðreyndir, sem þrá- faldlega eiga sér stað og menn hafa orðið vottar að eða þátt- takendur í, ekki aðeins nú á dögum, heldur alla stund frá því sögur hófust, en eru nefnd einu nafni dulræn vegna þess, að enn hefur ekki tekizt að skýra þau og orsakir þeirra til fullrar hlýtar. Margt í rannsóknum síðari tíma bendir til þess, að mörg þessara fyrirbæra megi rekja til svonefndra ESP-hæfileika, sem menn eru gæddir í misjafnlega ríkum mæli. önnur eru aftur á móti þess háttar, að sú skýring liggur langsamlega beinast við, að þau stafi frá framliðnum mönnum, sem halda áfram að lifa eftir líkamsdauðann, og geta, þegar hentug skilyrði eru fyrir hendi, náð sambandi við þá, sem enn lifa á þessari jörð. Morgunn telur sér bæði rétt og skylt að vekja jafnan at- hygli lesenda sinna á tilraunum vísindamanna til skynsam- legra skýringa á þessum fyrirbærum. Hitt hefur hann aldrei farið dult með, að fram hjá því verður ekki komizt, að viður- kenna hreinskilnislega þá staðreynd, að mörg fyrirbæra
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.