Morgunn - 01.12.1969, Síða 6
88
MORGUNN
1963, að báðum þeim árum meðtöldum. Frá ársbyrjun 1964
hefur séra Sveinn Víkingur haft á hendi ritstjórn tímaritsins.
Um hálfrar aldar skeið hefur Morgunn flutt lesendum sín-
um ekki aðeins ógrynni af frásögnum bæði innlendum og er-
lendum um sálarrannsóknir, dulræn fyrirbæri og reynslu
einstakra manna á þeim sviðum. Hann hefur einnig leitazt
við að kynna mönnum rannsóknir nafnkunnustu erlendra
vísindamanna á þessum fyrirbærum, og þær helztu tilgátur,
sem fram hafa komið til skýringa á þeim. Hann hefur, sem
fyrr segir, fyrst og fremst viljað vera útsýnisgluggi fyrir þá,
sem vilja kynna sér sálræn fyrirbæri, svo og nýjustu rann-
sóknir vísindamanna á hæfileikum manna til þess að skynja
atburði og hugsanir, oft um langan veg, án aðstoðar hinna
líkamlegu skynfæra, eða hin svonefndu ESP-fyrirbæri. Enn-
fremur starfsemi miðla og önnur þau fyrirbæri, sem ótví-
rætt benda til framhaldslífs eftir líkamsdauðann og sam-
bands við látna ástvini.
Tímaritið Morgunn er því og hefur jafnan verið fyrst og
fremst fræðslurit um þau fyrirbæri og staðreyndir, sem þrá-
faldlega eiga sér stað og menn hafa orðið vottar að eða þátt-
takendur í, ekki aðeins nú á dögum, heldur alla stund frá
því sögur hófust, en eru nefnd einu nafni dulræn vegna þess,
að enn hefur ekki tekizt að skýra þau og orsakir þeirra til
fullrar hlýtar. Margt í rannsóknum síðari tíma bendir til
þess, að mörg þessara fyrirbæra megi rekja til svonefndra
ESP-hæfileika, sem menn eru gæddir í misjafnlega ríkum
mæli. önnur eru aftur á móti þess háttar, að sú skýring
liggur langsamlega beinast við, að þau stafi frá framliðnum
mönnum, sem halda áfram að lifa eftir líkamsdauðann, og
geta, þegar hentug skilyrði eru fyrir hendi, náð sambandi
við þá, sem enn lifa á þessari jörð.
Morgunn telur sér bæði rétt og skylt að vekja jafnan at-
hygli lesenda sinna á tilraunum vísindamanna til skynsam-
legra skýringa á þessum fyrirbærum. Hitt hefur hann aldrei
farið dult með, að fram hjá því verður ekki komizt, að viður-
kenna hreinskilnislega þá staðreynd, að mörg fyrirbæra