Morgunn - 01.12.1969, Síða 10
92
MORGUNN
Gests sem líkastan braut sjálfs sín, en um þessar mund-
ir var hann tekinn a<5 hallast aS kirkju og spíritisma.
(Leturbreyting mín. E. P. B.) Einar segir berum orð-
um um Gest: „En áreiðanlega var hann hneigður til
dulrænna efna. ... Um sálarrannsóknirnar hefði hon-
um áreiðanlega þótt mikils vert, ef hann hefði kynnzt
þeim. (Ritsafn 1927, bls. 29—30)“.
Þá segir svo á bls. 382 í síðara bindi verksins:
,, . . . að Einari H. Kvaran, er þá þegar hafSi haft nokk-
ur kynni af spíritisma (Leturbreyting mín. E.P.B.),
mun ekki hafa þótt lagður réttur skilningur í það fyr-
irbæri, er sagan lýsti. Birti hann því í Sunnanfara í
apríl 1901 frásögn, er hann kvað Gest hafa sagt sér í
Kaupmannahöf n“.
Síðan er sú saga sögð, en að því er ég get bezt séð, kemur
ekkert það fram í þeirri frásögn, sem bendir til þess að Ein-
ar H. Kvaran hafi sett þar fram neinskonar spiritiskar skýr-
ingar eða skoðanir, heldur er hér um frásögn að ræða, sem
að engu leyti sker sig úr venjulegum draugasögum, eins og
þær hafa verið sagðar í þjóðsögum vorum um aldaraðir.
Enda ekki von á því, eins og gefur að skilja, þegar lesin er
tilvitnun sú, sem kemur hér síðar.
1 hinni fyrri ofanritaðra tilvitnana, er vitnað i ummæli
Einars H. Kvarans í ritgerð hans um Gest Pálsson, sem birt
var framan við ritsafn Gests, sem kom út árið 1927, á bls. 29:
,,En áreiðanlega var hann hneigður til dulrænna efna“ og
síðan sleppir Sveinn Skorri úr nokkuð löngum kafla, eða sem
svarar einni blaðsiðu úr ritgerð Einars H. Kvarans, þar til
komið er að þessari setningu: „Um sálarrannsóknirnar hefði
honum áreiðanlega þótt mikils vert, ef hann hefði kynnzt
þeim. „Ólíklegt er að E. H. K. hefði ekki einhverntíma rætt
þau mál við Gest Pálsson, ef hann hefSi sjálfur veriS hú-
inn aS kynnast þeim. En því miður hefur Sveini Skorra
Höskuldssyni orðið það á, að fella niður i bók sinni næstu
setningu á eftir setningunni: „En áreiðanlega var hann