Morgunn - 01.12.1969, Side 11
MORGUNN
93
hneigður til dulrænna efna“. En sú setning, sem er í beinu
framhaldi af þessari, sker úr um það, sem mér finnst aðal-
atriðið í þessu máli, en hún er á þessa leið:
„Við áttum nokkuð oft tal um þau, eins og svo margt
annað, þó aS hvorugur okkar hefSi neina þekking á sálar-
rannsóknum nútímans“. (Leturbreyting mín. E. P. B.).
Þar með er öllum ummælum höfundarins og ritdómarans
um skoðanir Einars H. Kvarans á spíritismanum kollvarp-
að. Til þess bendir einnig svipsagan, er E. H. K. ritaði í Sunn-
anfara í apríl 1901, sem minnzt er á hér að framan.
En nú vil ég víkja að samtali því, er ég átti við Einar H.
Kvaran árið 1933, og getið var í upphafi þessarar greinar.
Ég minntist á það við Einar H. Kvaran, að gaman væri
ef hann vildi rita endurminningar sínar, en margt hefði á
daga hans drifið, sem væri þess vert að það geymdist, t. d.
myndi hann þá geta sagt frá upphafi sálarrannsóknamáls-
ins hér á landi og sögu þess fyrstu árin, betur en nokkur
annar núlifandi maður.
Einar brosti þá sínu vingjarnlega brosi og sagði eitthvað
á þessa leið:
„Mér hefur svo sem komið það til hugar, en eftir að ég
las bókina eftir Axel Munthe, Söguna af San Michele, það
snilldarverk, hef ég alveg hætt að hugsa um að skrifa min-
ar endurminningar". Ég átti bágt með að trúa því, að endur-
minningar Einars H. Kvarans gætu ekki einnig orðið snilld-
arverk, en hann hafði að sjálfsögðu sínar eigin skoðanir um
það. — En svo segir Einar:
„Annars get ég sagt yður það, að það var faðir yðar, sem
varð til þess að ég fór að kynna mér spíritismann".
Ég varð nokkuð undrandi yfir þessu, því að ekki vissi ég
til þess að neiU af mínu fólki hefði haft áhuga á þeim efn-
um. En svo kemur sagan, sem Einar H. Kvaran sagði mér
yfir kaffibolla inni á Hótel Islandi þennan sumardag árið
1933.