Morgunn


Morgunn - 01.12.1969, Page 11

Morgunn - 01.12.1969, Page 11
MORGUNN 93 hneigður til dulrænna efna“. En sú setning, sem er í beinu framhaldi af þessari, sker úr um það, sem mér finnst aðal- atriðið í þessu máli, en hún er á þessa leið: „Við áttum nokkuð oft tal um þau, eins og svo margt annað, þó aS hvorugur okkar hefSi neina þekking á sálar- rannsóknum nútímans“. (Leturbreyting mín. E. P. B.). Þar með er öllum ummælum höfundarins og ritdómarans um skoðanir Einars H. Kvarans á spíritismanum kollvarp- að. Til þess bendir einnig svipsagan, er E. H. K. ritaði í Sunn- anfara í apríl 1901, sem minnzt er á hér að framan. En nú vil ég víkja að samtali því, er ég átti við Einar H. Kvaran árið 1933, og getið var í upphafi þessarar greinar. Ég minntist á það við Einar H. Kvaran, að gaman væri ef hann vildi rita endurminningar sínar, en margt hefði á daga hans drifið, sem væri þess vert að það geymdist, t. d. myndi hann þá geta sagt frá upphafi sálarrannsóknamáls- ins hér á landi og sögu þess fyrstu árin, betur en nokkur annar núlifandi maður. Einar brosti þá sínu vingjarnlega brosi og sagði eitthvað á þessa leið: „Mér hefur svo sem komið það til hugar, en eftir að ég las bókina eftir Axel Munthe, Söguna af San Michele, það snilldarverk, hef ég alveg hætt að hugsa um að skrifa min- ar endurminningar". Ég átti bágt með að trúa því, að endur- minningar Einars H. Kvarans gætu ekki einnig orðið snilld- arverk, en hann hafði að sjálfsögðu sínar eigin skoðanir um það. — En svo segir Einar: „Annars get ég sagt yður það, að það var faðir yðar, sem varð til þess að ég fór að kynna mér spíritismann". Ég varð nokkuð undrandi yfir þessu, því að ekki vissi ég til þess að neiU af mínu fólki hefði haft áhuga á þeim efn- um. En svo kemur sagan, sem Einar H. Kvaran sagði mér yfir kaffibolla inni á Hótel Islandi þennan sumardag árið 1933.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.