Morgunn - 01.12.1969, Síða 18
100
MORGUNN
ráðið gátuna, en því fór fjarri. Smám saman vandist fjöl-
skyldan þessu og uppgötvaði það, að dularafl þetta, sem
virtist ráða höggunum, heyrði og skildi mál þeirra og hag-
aði tölu högganna eftir því, sem um var beðið.
Og þar kom, að í marzmánuði gat fólkið haldið uppi sam-
tali við þennan dularfulla gest, með því að semja við hann
um að svara jái eða neii með ákveðinni tölu högga. Voru nú
kvaddir til fleiri nágrannar, til þess að vera vottar að sam-
tölunum. Atburðir þessir vöktu gífurlegt umtal og fomtni,
og tala þeirra gesta, sem komu á kvöldin til þess að kynnast
þessu, skipti hundruðum.
1 lok marzmánaðar var svo komið, að þessi dularfulli gest-
ur var búinn að gera grein fyrir ástæðu ókyrrleikans. Hann
kvaðst hafa verið myrtur í húsinu fyrir 5 árum, nánar til
tekið skorinn á háls í svefni og myrtur til f jár. Hefði lík sitt
verið falið í kjallaranum. Gröftur og leit í kjallaranum bar
ekki árangur að því sinni.
Mál þetta kom nú til kasta rannsóknarlögreglunnar. Voru
hjónin látin gera skýrslur um atburðina og yfirheyrð. Var
konan, Margaret Fox, látin vinna eið að skýrslu sinni. Börn-
in voru einnig yfirheyrð og margir þeir gestir, sem höfðu
orðið vitni að atburðunum.
Málið varð ekki þaggað niður, heldur varð heimskunnugt,
og er í dag viðurkennt, sem fyrsta dulræna fyrirbærið, sem
hlaut vísindalega athugun og um leið upphaf hins vísinda-
lega spíritisma.
Fox-systurnar, sem hér hafa verið nefndar, voru síðar
rannsakaðar af vísindamönnum og reyndust allar gæddar
meiri og minni miðilshæfileikum.
Fox-fjölskyldan flutti burt úr húsinu sumarið 1848, með
því að þar var óverandi fyrir gestagangi. Loks er vert að
geta þess, að eigandi hússins, vel metinn borgari, William
Hyde, tók sér fyrir hendur að rannsaka kjallara hússins til
hlítar með aðstoðarmönnum sínum. En þeir fundu þá beina-
grindina. Hafði líkið verið falið undir einum vegg kjallarans.
Þannig bar það til, að atburðirnir í Hydeswille, árið 1848,