Morgunn


Morgunn - 01.12.1969, Page 24

Morgunn - 01.12.1969, Page 24
106 MORGUNN ann. Hann gat engum unnt þeirrar huggunar, sem hann sjálfur gat ekki öðlazt. Hann unni látinni móður sinni mjög mikið, þó að það kæmi fram á þennan hátt. Það er engum vafa undirorpið, að Houdini gerði sér mikið far um að kynna sér hin sálrænu fyrirbrigði, enda þótt hann gerði það í því skyni, að reyna að fá höggstað á þeim. Þegar hann sá skýrslur um dulræn fyrirbrigði, vottfestar af merkum vísindamönnum, hikaði hann ekki við að full- yrða, að þetta stafaði aðeins af því, að þeir væru ekki eins skarpskyggnir og hann að sjá í gegnum sviksemina. — Skyggnimiðla og talmiðla taldi hann vera svikara, reyndi sífellt að koma upp svikum og var ekki ávallt vandur að meðulum í að hagræða staðreyndum sér í vil“. Þegar Houdini andaðist árið 1926 hafði hann látið eftir sig boðskap, sem víða var birtur á prenti, og var hann þess efnis, að ef nokkuð væri til í þeirri fullyrðingu, að menn lifðu eftir dauðann, þá ætlaði hann að koma skilaboðum til konu sinn- ar á dulmáli, sem enginn nema hún gæti ráðið. Nú liðu tvö ár. Ofsóknirnar gegn starfi Mr. Ford tóku ekki enda, þó að Houdini hyrfi af sjónarsviðinu. Þar voru aðrir efasemdarmenn tilbúnir til að bera vopnin. Þann 8. febrúar 1928 hélt hann miðilsfund fyrir nokkra vini sína. Á þessum fundi sagði Fletcher (sem var stjómandi miðilsins), að þar væri kona, sem hann kannaðist ekki við, en þyrfti að koma skilaboðum. Fletcher kvað þetta vera móður Houdini og virtist hann hafa mikinn áhuga fyrir henni og því, sem hún var að segja. Það var skrifað niður jafnóðum og var á þessa leið: ,,Um mörg ár beið sonur minn eftir ákveðnu orði, sem ég átti að senda honum að handan. Hann sagði oft, að ef hann fengi þetta eina orð frá mér, skyldi hann trúa. Ástæður eru þannig í fjölskyldu okkar, að mér er mikil nauðsyn á að koma þessu orði á framfæri, áður en honum tekst að koma til konu sinnar þeim dulmálsboðum, sem þau höfðu komið sér saman um. Ef f jölskyldan breytir samkvæmt þessu orði mínu, þá mun hann verða frjáls og geta komið í gegn boðum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.