Morgunn - 01.12.1969, Síða 30
112
MORGUNN
hjá akri, sem er 9 kílómetra frá bóndabæ. Þeir hafa verið
þreyttir á hjólreiðum og sofnað þarna. Það er engin ástæða
til að hafa áhyggjur út af þeim. Þeir munu skila sér um tíu-
leytið á morgun“.
Klukkan hálf-tíu símaði faðir þeirra þakklátur til Krah-
Zeht og sagði að þeir væru rétt komnir heim og allt hefði
verið eins og Krah-Zeht sagði.
Ég læt nú staðar numið að tala um þennan merkilega hug-
skynjanamann, en margt mætti um hann segja eftir öllum
þeim skýrslum og bókum, sem um hann hafa verið skráðar
af færustu vísindamönnum Utrecht-háskóla.
Bókmenntir heimsins hafa í gegnum allar aldir kunnað að
segja margar og merkilegar sögur um slíka menn, og þá ekki
sízt sú bókin, sem merkilegust hefur verið talin með gyðing-
unum, ættfeðrum Krah-Zeht: Biblían. Hún er eins og margir
vita spjaldafull af vitrunum og spádómum, sem sýna, að dul-
skynjanahæfileikinn hefur verið ríkur með þessum kyn-
stofni um þúsundir ára.
Svo segir t. d. um Elia spámann í 6. kapítula II. Kon-
ungabókar:
,,En er Sýrlandskonungur átti í ófriði við Israelsmenn
ráðgaðist hann við menn sína og mælti: „Á þeim og þeim
stað skuluð þér leggjast í launsátur“.
En guðsmaðurinn (þ. e. Elía) sendi til Israelskonungs og
lét segja honum:
„Varast þú að fara fram hjá þessum stað, því að Sýrlend-
ingar liggja þar í launsátri11.
Varaði hann þannig við í hvert sinn, og gætti hann sín þar,
og það vart oftar en einu sinni eða tvisvar.
Ut af þessu varð Sýrlandskonungur órór í skapi, kallaði
á menn sína og sagði við þá: „Getið þér ekki sagt mér, hver
af vorum mönnum Ijóstrar upp fyrirætlunum vorum við
lsraelskonung?“
Þá sagði einn af þjónum hans:
„Því er eigi svo farið, minn herra konungur, heldur flytur