Morgunn - 01.12.1969, Síða 38
Senn líður að jólum
Ég vildi, að ég kynni að biðja eins vel og kvenfólkið. Það
er bókstaflega engin leið að standast það, ef það leggur sig
fram á annað borð. Einhver blessuð frú úr ykkar ágæta
hópi hefur verið að hringja til mín undanfarið nokkrum
sinnum til þess að biðja mig að koma hingað í kvöld og
segja nokkur orð. Ég tók þessu heldur dauflega, ekki þó af
neinum þvergirðingshætti eða óvild í garð kvenfólksins. Það
hefði setið illa á mér. En þannig stóð á, að ég hafði skyldu-
starfi að sinna einmitt þetta kvöld, sem ég taldi mig ekki
geta vanrækt. Og þetta sagði ég hinni ágætu frú. En kon-
urnar láta nú ekki þess háttar viðbárur aftra sér, þegar
þær vilja koma sínu fram. Annars hefði þeim ekki orðið
jafnmikið ágengt í veröldinni og raun ber vitni. Hún gafst
heldur ekki upp við svo búið. Þær eru ansi næmar, konurn-
ar, og finna það einhvern veginn undireins, ef nokkur bil-
bugur er á okkur. Og það var líka komið ofurlítið hik á mig.
Það var eitthvað í röddinni hennar, sem olli því. Ég var, satt
að segja, ákaflega viðkvæmur fvrir fallegri kvenrödd á min-
um yngri árum, og það eldir víst eitthvað eftir af því enn,
þó ég sé kominn á áttræðisaldur.
Ég þarf ekki að orðlengja það. Auðvitað sigraði hún mig
á endanum. Og þess vegna er eg nú kominn hingað. Satt að
segja minnir mig, að ég hafi ekki lofað meiru en að lesa hér
upp eitthvað smávegis. En svo sá ég það auglýst í einhverju
blaðinu í dag, að ég mundi flytja hér jólahugleiðingu. Auð-
vitað hef ég ekkert sérstakt á móti því að gera það. Hins
vegar er ég hræddur um, að það þýði bara ekki nokkurn