Morgunn


Morgunn - 01.12.1969, Page 44

Morgunn - 01.12.1969, Page 44
124 MORGUNN unnar virði. Listamaður gefur málverkinu sál. Ef það hefur ekki tekizt, er það einskis virði, hversu íburðarmikla um- gerð, sem við kaupum utan um það. Þannig mætti lengi telja. Svipað gildir einnig um hina hversdagslegustu hluti í eigu okkar. Við þurfum að hafa gefið þeim einhvern hluta af sál okkar, ef þeir eiga að geta orðið okkur dýrmætir og einhvers virði. Það þarf meira að segja að vera sál í matnum, og ekki sízt jólamatnum. Það eitt nægir ekki, að hann sé ljúffengur og góður á bragðið, og hafi kostað of fjár í búðinni. Það þarf að vera einhver sá sérstaki blær og fegurð yfir jólaborðinu, sem orkar á hugann. Og þá verður það ekki bara maginn, sem nýtur jólaréttanna og jólaborðhaldsins, heldur einnig sál okkar. Og þá fyrst verður okkur blessaður jólamatur- inn verulega að góðu. Og heimilið okkar. Það er ekki bara safn af dauðum hús- gögnum, með útvarpstæki og sjónvarpi, síma, grammófón, legubekk, stólum og píanói og hvað það nú heitir allt saman, sem nú þykir vera þar ómissandi og allir keppast um að eignast. Nei, heimilið þarf fyrst og fremst að eiga sína sál, sín sérkenni, sitt samræmi og hlýja lifandi blæ. Og það er þetta, sem hin góða, umhyggjusama og smekklega húsfreyja gefur heimili sínu, ekki aðeins á jólunum, heldur alla daga ársins. Gildi hlutanna er fyrst og fremst fólgið í sál þeirra, en ekki í búðarverðinu. Það liggur að verulegu leyti í þeim minningum, sem við þær eru bundnar og í viðhorfi og rækt- arsemi okkar sjálfra til þeirra. Heimagerðum hlut höfum við jafnan gefið eitthvað af okkur sjálfum, einhvern hluta af sál okkar. Þess vegna setja oft slíkir hlutir framar öðrum sinn persónulega blæ á heimilið. Þess vegna má þá í raun og veru allra sízt vanta. Satt að segja eigum við aldrei neitt í sönnum skilningi þess orðs, nema það, sem okkur þykir vænt um, og á meðan að okkur þykir vænt um það. Gildi heimilisins er ekki fólgið í veglegum húsakynnum eða fok- dýrum aðkeyptum hlutum, sem þar er hrúgað saman meira
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.