Morgunn - 01.12.1969, Page 46
Dularmögn mannssálarinnar
☆
Flestir munu vera á einu máli um það, að maðurinn sé
andleg og hugsandi vera, sem gædd er sundurleitum tilfinn-
ingum og skapandi eiginleikum. Því síður er ágreiningur
um það, að hann hafi áþreifanlegan efnislíkama, furðulega
margbrotna og merkilega vél, sem læknavísindin eru stöð-
ugt að kynna sér og rannsaka betur og betur með þeim ár-
angri, að nú er unnt að gera við óteljandi marga hluti henn-
ar, ef þeir bila, og jafnvel að skipta um suma þeirra og setja
aðra í staðinn, tekna úr öðrum líkamsvélum, sem orðnar eru
ónýtar. Er í þvi sambandi skemmst að minnast, að hjörtu úr
látnum líkömum hafa verið tekin og grædd í lifandi menn.
Um hitt er aftur á móti og hefur löngum verið djúpstæður
ágreiningur, bæði á meðal vísindamanna og heimspekinga,
hvort það, sem við nefnum hina andlegu og hugsandi veru,
sé aðeins ein hlið á eða þáttur í starfsemi efnislíkamans
og þá einkum heilans, sem hverfi með öllu, þegar líkaminn
deyr, eða hitt, að maðurinn sé í senn bæði sál og líkami, sem
að vísu hafi margvísleg áhrif hvort á annað í þessari jarðar-
tilveru, en skilji samvistir, þegar likaminn deyr. Jafnframt
er því haldið fram og fyrir því færð rök og reynsla, að hin
andlega, hugsandi vera haldi áfram að starfa og vera til,
löngu eftir að sá líkami, sem hún starfaði í á jörðunni er
látinn, leystur upp og orðinn að mold.
Hér er ekki ætlunin að ræða þessi mál almennt né heldur
þau rök, sem efnishyggjumennirnir annars vegar og spirit-
istar hins vegar, færa fram til stuðnings skoðunum sínum.
Samkvæmt þeirri skilgreiningu, sem vísindamenn og heim-