Morgunn - 01.12.1969, Síða 61
MORGUNN
141
Eftir miðdag þennan sama dag (23 febrúar) kom fólk frá
Hallgilsstöðum. Það var: Björn bóndi Guðmundsson, Guð-
rún dóttir hans, Valgerður Friðriksdóttir, Árni Benedikts-
son og 2 drengir ófermdir. Aðalsteinn var þá ekki kominn
frá Dal; kom ég því fram í bæjardyr til fólksins, og sagði þvi,
að húsfrereyja bæði það að gera svo vel að koma inn; fór ég
svo með því í eldhúsið, því þá var nýlega búið að velta stein-
unum þar fram á gólfið, kom svo Ragnheiður þar og bauð
því að halda til baðstofu og gekk sjálf á undan stúlkunum,
og voru þær komnar allar fram fyrir eldhúsdyrnar, en við
þrír: ég, Björn og Árni í eldhúsinu. Heyrðist þá afarhátt
högg eða smellur í þili milli búrs og eldhúss, og var enginn
maður þar nokkurs staðar nálægur, nema þeir, sem taldir
eru, allir afbæjarmenn nema Ragnheiður; en þaðan, sem
hún stóð, gat hún ekki myndað högg þetta eða smell á nokk-
urn skiljanlegan hátt. Ekki fundum við neitt, er kastað
hefði verið.
Eftir að fólk þetta var komið inn í baðstofu, var bjórkippu
kastað yfir þilið, það er aðskilur eldhús og bæjardyragang-
inn; vorum við Björn þá við baðstofudyrnar og hlupum strax
fram, en urðum einskis vísir. Litlu síðar kastaðist kanna af
borði í frambaðstofu 2 til 3 álnir frá borðinu í gólfið og fór
í smátt; var þá ekki hægt að kenna ketti eða nokkrum manni
um það. Líka var kastað bramaflösku, kúskel og ýmsu fleiru
á gólfið, en alltaf með nokkru millibili, en enginn, sem inni
var, þó baðstofan væri full af fólki, gat séð nokkurn mann í
sambandi við hreyfingar þessar. Fólkið fór svo heim; var þá
kastað kassa úr eldhúsinu, um leið og það var að fara af stað,
á jafn óskiljanlegan hátt.
Um kvöldið á vökunni kom Þorsteinn búfræðingur Þór-
arinsson í Dal, og litlu síðar þeir búfræðingar Þorlákur
Stefánsson í Dal og Jóhannes Árnason á Gunnarsstöðum og
barnakennari Halldór Benediktsson á Hallgilsstöðum og
Stefán Guðmundsson á Gunnarsstöðum. Sáu þeir allir eða
heyrðu eitthvað, er þeir ekki skildu; tveir af þeim sáu vatns-