Morgunn - 01.12.1969, Side 63
MORGUNN
143
Morguninn eftir (26. febrúar) var hið sama, högg og
smellir og ýmsu kastað; voru þar viðstaddir þeir hinir sömu
sem kvöldið áður.
Um fullbirtingu eða litlu yfir það fór Ragnheiður yfir að
Hallgilsstöðum, og var það eftir ráði mínu og fleiri; bar þá
ekki á neinu og varð enginn neins var fyrr en í húmi um
kvöldið að hún kom aftur; komu þá með henni: Árni, Val-
gerður, Guðrún og tveir drengir; líka var aðkomufólk: Jó-
hannes á Gunnarsstöðum, Guðlaugur í Dal (bróðir Ragn-
heiðar), og svo fólk úr efri bænum; auðvitað kom það svo
oft, þar sem svona er stutt á milli bæjanna; fór þá að heyr-
ast allt það sama sem áður, beisli kastað; naglbít kastað í
þil og svo framvegis.
Þá um kvöldið sátu þær í húsinu Ragnheiður (sat hún
með barnið) og þar rétt á móti henni Guðrún og Valgerður;
líka var Árni í húsinu og fleiri unglingar. Ljós brann á lampa
í miðju húsinu, en ég og Guðlaugur stóðum við húsdyrnar
að framan og horfðum inn fyrir, sérstaldega á Ragnheiði;
kom þá högg eða smellur í þilið bak við hana; fórum við
strax að leita að því, er kastað hefði verið; reis þá ullar-
kambur upp við þilið, en ekki var líklegt að hann hefði risið
þannig upp við það, ef honum hefði verið kastað, en svo var
smellurinn hár sem kamburinn hefði komið flatur á það,
en þá mundi hann ekki hafa risið þannig upp við það.
Litlu síðar voru allir þeir sömu í húsinu og að auki Aðal-
steinn bóndi; var þá kastað könnubroti í sama stað, og kváð-
ust þau Árni og Valgerður bæði hafa fundið það koma við
sig. 1 bæði þessi skipti horfði ég á Ragnheiði og sat hún rót-
laus með barnið, enda voru þau Árni og Valgerður fram-
undan henni, og hefur því þetta hvorttveggja farið rétt við
hliðina á henni og kom í gólfið og þilið aftan við hana.
Um kvöldið fór Ragnheiður aftur yfir að Hallgilsstöðum,
og bar þá ekkert á neinu.
Daginn eftir (27. febrúar) var það með vilja gert að láta
Ragnheiði koma heim aftur. Var þá margt manna í Hvammi
frá Dal, Gunnarsstöðum, Hallgilsstöðum og einir 8 frá Þórs-