Morgunn


Morgunn - 01.12.1969, Page 66

Morgunn - 01.12.1969, Page 66
146 MORGUNN Frásögn þessa greinda og merka manns, sem sjálfur var vottur að atburðunum og skráði þá samtímis og þeir gerð- ust, og studd er af vottorðum margra þeirra, sem viðstaddir voru, er undrin gerðust, er án efa ein sú öruggasta og áreið- anlegasta frásögn, sem til er um fyrirbæri þessarar tegund- ar, bæði hér á landi og þótt víðar væri leitað. Enn er eftir að minnast á þá te.gund fyrirbæra, þar sem augljóst virðist, að hugur eða sál lifandi manna hefur áhrif á hreyfingar efniskenndra hluta. Sem dæmi þessa tek ég rannsóknir hins heimskunna vísindamanns dr. J. B. Rhine prófessors við Duke-háskólann í Bandaríkjunum. Með ná- kvæmum tilraunum um margra ára skeið hefur honum tek- izt að færa óvéfengjanlegar sönnur á það, að hugarorka manna getur að verulegu leyti ráðið hreyfingum áþreifan- legra hluta. Við þessar tiiraunir hefur hann einkum notað teninga, merkta tölunum 1—6 á hverjum fleti. Þessa ten- inga setur hann inn í sérstakt hjól, sem snýst fyrir rafmagni og varpar teningunum frá sér af fullkomnu handahófi. Stundum hefur hann aðeins einn tening í hjólinu í senn, stundum marga. Ef allt er með felldu, á niðurstaðan af slíkum tilraunum, ef endurteknar eru mörg hundruð sinnum að vera sú, að hver tala á teningaflötunum komi svo að segja nákvæmlega jafn oft upp. Þar er um einfaldan líkingareikning að ræða, enda sýnir reynslan, að svo verður. Hins vegar kemur skýrt í ljós í þessum tilraunum, að til eru þeir menn, sem eru þeim hæfileikum gæddir, að þeir virðast geta ráðið því að allmiklu leyti, hvaða tölur koma upp á teningunum, ef þeir eru nærstaddir og leggja sig fram til þess. Er þessi munur svo auðsær, að ekki verður um villzt. Það mundi verða of langt mál, að birta hér sundurliðaðar og tölulegar skýrslur um niðurstöður þessara tilrauna, sem skipta tugum þúsunda. En í þessu sambandi er rétt að geta þess, að í Ijós hefur komið, að þeir, sem sterkust áhrif hafa á teningana og hvaða tölur komi upp, þegar þeim er kastað,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.