Morgunn


Morgunn - 01.12.1969, Page 73

Morgunn - 01.12.1969, Page 73
MORGUNN 153 Þá spyr Koðrán: „Fyrir hví vildir þú heldur taka af þess- um peningum fyrir hönd sonar míns?“ Hún svarar: „Því að þú hefur að þessum vel komizt, er þú hefur tekið í arf eftir föður þinn“. Því segi ég ykkur þessa sögu, að hún er býsna sérkennileg og þess fyllilega verð, að hugsa um hana, og ekki sízt nú á þessari öld peninganna, peningadýrkunarinnar og peninga- kapphlaupsins. Mönnum mundi áreiðanlega þykja það skrýtinn fugl nú, sem ekki vildi taka við öðrum peningi en þeim, sem hann vissi að væri vel fenginn og hans aflað á drengilegan og heiðarlegan hátt. Og þó einhver vildi nú gera þetta, þá er þess að gæta, að það er í svo að segja öllum tilfellum öld- ungis ómögulegt að sjá það á peningunum sjálfum, með hvaða hætti þeirra hefur verið aflað. Þúsundkall, sem er stolinn, lítur alveg nákvæmlega eins út og sá, sem er hæfi- legt kaup fyrir heiðarlega vinnu, hvað vendilega sem hann er skoðaður, jafnvel í stækkunargleri. Og þó. — Hvernig er þetta um þína eigin peninga? Þú veizt sjálfur, hvernig þeir hafa verið fengnir, enda þótt þú ekki hafir að dæmi Koðráns á Giljá flokkað þá í sérstaka sjóði samkvæmt því. Þú veizt, hversu mikið af þeim er laun fyrir vinnu þína, og hve mikið fengið er á annan hátt. Menn afla sér f jár með mörgu móti, ekki sízt nú á dögum. Sumt er umsamin árslaun eða daglaunavinnukaup, sumt er verð- mæti aflahlutar eða búsafurða og annarrar framleiðslu. Annað er gróði á kaupum eða sölu, vaxtatekjur, leigugjöld og þess háttar. 1 einstökum tilfellum getur beinlínis verið um stolna fjármuni að ræða, eða hafða af öðrum með svik- um og prettum. En, sem betur fer, eru þó peningar okkar flestra að lang- mestu og jafnvel öllu leyti vel og drengilega fengnir. Þeir eru hóflegt gjald erfiðis okkar og starfs eða verðmæti, sem við höfum sjálf skapað með höndum og huga. Enn annað af fé þínu kann að vera góður arfur að heiman, verðmætur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.