Morgunn - 01.12.1969, Síða 73
MORGUNN
153
Þá spyr Koðrán: „Fyrir hví vildir þú heldur taka af þess-
um peningum fyrir hönd sonar míns?“
Hún svarar: „Því að þú hefur að þessum vel komizt, er
þú hefur tekið í arf eftir föður þinn“.
Því segi ég ykkur þessa sögu, að hún er býsna sérkennileg
og þess fyllilega verð, að hugsa um hana, og ekki sízt nú á
þessari öld peninganna, peningadýrkunarinnar og peninga-
kapphlaupsins.
Mönnum mundi áreiðanlega þykja það skrýtinn fugl nú,
sem ekki vildi taka við öðrum peningi en þeim, sem hann
vissi að væri vel fenginn og hans aflað á drengilegan og
heiðarlegan hátt. Og þó einhver vildi nú gera þetta, þá er
þess að gæta, að það er í svo að segja öllum tilfellum öld-
ungis ómögulegt að sjá það á peningunum sjálfum, með
hvaða hætti þeirra hefur verið aflað. Þúsundkall, sem er
stolinn, lítur alveg nákvæmlega eins út og sá, sem er hæfi-
legt kaup fyrir heiðarlega vinnu, hvað vendilega sem hann
er skoðaður, jafnvel í stækkunargleri.
Og þó. — Hvernig er þetta um þína eigin peninga? Þú
veizt sjálfur, hvernig þeir hafa verið fengnir, enda þótt þú
ekki hafir að dæmi Koðráns á Giljá flokkað þá í sérstaka
sjóði samkvæmt því. Þú veizt, hversu mikið af þeim er laun
fyrir vinnu þína, og hve mikið fengið er á annan hátt. Menn
afla sér f jár með mörgu móti, ekki sízt nú á dögum. Sumt er
umsamin árslaun eða daglaunavinnukaup, sumt er verð-
mæti aflahlutar eða búsafurða og annarrar framleiðslu.
Annað er gróði á kaupum eða sölu, vaxtatekjur, leigugjöld
og þess háttar. 1 einstökum tilfellum getur beinlínis verið
um stolna fjármuni að ræða, eða hafða af öðrum með svik-
um og prettum.
En, sem betur fer, eru þó peningar okkar flestra að lang-
mestu og jafnvel öllu leyti vel og drengilega fengnir. Þeir
eru hóflegt gjald erfiðis okkar og starfs eða verðmæti, sem
við höfum sjálf skapað með höndum og huga. Enn annað
af fé þínu kann að vera góður arfur að heiman, verðmætur