Morgunn - 01.12.1969, Side 75
MORGUNN
155
ari en peningarnir, svona yfirleitt, þegar maður sér þá
liggja einhvers staðar á borði eða í skúffu. En þegar pen-
ingurinn er á annað borð kominn í veskið þitt — orðinn þinn
per.ingur, þá horfir málið öðruvísi við. Þú sérð muninn á
þeim, eftir því hvernig þú hefur aflað þeirra.
Haldið þið, að ekki mundi verða margt skrýtið og öðru-
visi í þessu þjóðfélagi, ef allir hefðu augun hennar Þórdísar
spákonu og sæu þegar i stað, hvernig hver seðill og hver
króna i hvers manns vasa væri fengin, og legði mat á þetta
allt samkvæmt því. Ég hugsa að margur yrði feiminn að
kaupa fyrir peningana sína í þeirri búð, þar sem kaupmað-
urinn eða afgreiðslustúlkan sæi það á þeim þegar í stað,
hvernig þú hefðir aflað þeirra. Þér finnst þetta fjarstæða
til að brosa að, en kannske hvíla á þér og okkur öllum þau
augu, sem sjá þetta, sjá þetta alla tíð — augu Guðs, sem
aldrei eru lokuð.
En peningar þínir eru ekki aðeins misjafnir að gildi og
gæðum, eftir því hvemig þú hefur aflað þeirra. Gildi þeirra
fer einnig eftir því, hvað þú færð fyrir þá, þegar þú eyðir
þeim eða skiptir þeim fyrir eitthvað annað, sem þú það
augnablikið telur vera þér nauðsynlegra, eða þig langar
meira í að eignast. Og þar kemur mismunurinn ennþá skýr-
ar í ljós. Á þvi, hvað þú einkum girnist fyrir peninginn þinn
sést, hvaða og hvers konar maður þú ert — eða mannleysa.
Hefurðu líka hugsað um það, hvernig þú ert oft beinlínis
að auglýsa sjálfan þig, sýna hvernig þú ert inn við beinið,
með því hvað þú helzt kaupir fyrir peninga þína?
Ég hef áður vikið að því, hvað menn eru stundum óvandir
að því að afla sér peninga og óhóflega gráðugir í að ná í þá,
treystandi á þá staðreynd, að aðrir sjái ekki á seðlunum,
hvernig þeirra hefur verið aflað. En sannleikurinn er sá,
að það er oftast nær ennþá öi’lagaríkara fyrir menn, hvern-
ig þeir eyða peningunum, en nokkurn tíma hvemig þeir
afla þeirra.
Peningarnir gera til okkar ákveðnar kröfur, þegar þeir
eru komnir í vasann, kröfur um það að verja þeim rétt, nota
4