Morgunn - 01.12.1969, Page 76
156
MORGUNN
þá sjálfum sér og öðrum til gagns og nytja, en ekki til tjóns
og bölvunar. Ég þarf ekki að rekja það mál nánar hér. Það
á að vera öllum augljóst, sem um það nenna að hugsa. Og
þetta sér hver lifandi maður fyrir sér daglega, ef hann hef-
ur augun opin. Það er grátlegt að þurfa að horfa á það dag-
lega, hvernig menn, bæði yngri og eldri, eyða peningunum,
ekki bara í fánýti og hégóma, heldur beinlínis til þess að
eyðileggja framtíð og gæfu bæði sína og sinna og valda með
því meira tjóni og fleiri tárum en tölu verður á komið. Og
þetta er því ömurlegra og átakanlegra vegna þess, að mögu-
leikarnir eru hvarvetna fyrir hendi, bæði fyrir einstaklinga
og þjóðir, að nota peningana til þess að afla þeirra verð-
mæta, sem eru óendanlega mikilsvirði, nota þá til þess að
stuðla að friði og farsæld mannanna í stað ófriðar og eyði-
leggingar, nota þá til menningar og mannbóta, nota þá til
að seðja hungur þeirra, sem svelta, og til hjálpar þeim, sem
þurfandi eru, í stað þess að eyða þeim í smíði eldsprengja
og tunglflauga. Og ef við lítum okkur sjálfum nær. Biða
ekki þúsund verkefni í þessu litla þjóðfélagi í menningar-,
mannúðar- og líknarmálum, svo eitthvað sé nefnt, bíða
vegna þess að fénu er sóað í fánýti og hégóma? Og að því er
sjálfan þig varðar og þitt eigið líf.Er það ekki göfgun þíns
eigin hugarfars, þroski þinnar eigin sálar í góðleik, umburð-
arlyndi, trúarbjartsýni og kærleika, sem starfar í verki og
framkvæmd, sem mestu varðar? Eru það ekki einu verð-
mætin, sem þú getur flutt með þér héðan, þegar þú ferð í
þína hinztu för? Allan annan farangur verður þú að skilja
eftir — líka peningana, ef þeim hefur þá ekki líka verið
þegar sóað í fánýtið eða verra en það.
Það er til smásaga eftir rússneska skáldsnillinginn Leo
Tolstoj. Hún segir frá heimskum manni, sem varði langri
ævi til þess fyrst og fremst að afla sér peninga með misjafn-
lega heiðarlegu móti ekki síður en hann Koðrán bóndi á
Giljá. Hann safnaði sínum peningum í einn sjóð og sóaði
þeim ekki. Hann gerði sér bókstaflega aldrei grein fyrir
því, að hvarvetna blöstu við möguleikar til þess að verja